Skírnir - 01.09.1987, Side 196
402
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
Stundum eru þær vefur í þema verksins, stundum aðferð til að velta sér upp
úr efninu, sarga í hjartafarinu: örsjaldan þykir mér ofsagt. Málfarið erfjöl-
skrúðugt, stundum orðljótt, en mér finnst höfundi takast vel að hneppa hin
hrárri tilsvör saman við táknlega ljóðrænu verksins.
Lokaorð
Af þeim, segjum, 50 leikritahöfundum, sem við sáum hér að framan, að ár-
lega kveða sér hljóðs á Islandi, er trúlega um fimmtungur, sem myndi hafa
af því fulla atvinnu, kunnáttu sinnar vegna og hæfileika, að skrifa fyrir
leiksvið (og aðra skylda miðla), ef þeir byggju í stærra málasamfélagi. Eg er
ekki viss um, að þessi breidd sé jafn mikil á hinum Norðurlöndunum til
dæmis, og er þar þó ívið stærri markaður. Þessir höfundar okkar eru býsna
ólíkir. Birgir er sá þeirra, sem hvað helst hefur verið trúr raunsæilegum rit-
máta (þó að það eigi ekkert skylt við natúralisma, eins og af framanskráðu
má vera ljóst). Fjögur af fimm leikritum hans eru samtímaverk, sem lýsa
með trúverðugum táknum veruleika undánfarinna áratuga; hið eina verk-
anna, sem á sögulegu efni tekur, Skáld-Rósa, hefur og raunsæilegan stíls-
máta í tilsvörum. Skáldlegt flug Laxness um afstæðan heim taóisma og efn-
ishyggju, óræður galdurinn hjá Jökli í leit hans að tíma, rúmi og
sjálfsmynd, safinn og óstýrlætið í rómantískri þjóðfélagsádeilu Jónasar
Arnasonar og persónuleg stílun Guðmundar Steinssonar, þar sem hann fer
svo nákvæmlega ofan í hversdagsleika hversdagsleikans hjá nútíma-
manninum, að sá hversdagsleiki birtist í nýju ljósi háðslegrar aðvörunar-
allt þetta er annars konar en það, sem flýtur úr penna Birgis Sigurðssonar.
Ekki eru heldur mikil líkindi með honum og Kjartani Ragnarssyni hinum
fjölbrögðótta, þessum leikhúsmanni par excellence, sem stöðugt kemur á
óvart með ótal stílbrigðum og er stórum alvarlegri höfundur en virðast
kann í fyrstu, - né kankvísum fáránleikadæmisögum Odds Björnssonar,
sem búa yfir sínum sársauka, - ekki heldur sviðsljóðum Nínu Bjarkar
Arnadóttur eða hömruðum og skarplega úthugsuðum siðferðishugvekjum
Svövu Jakobsdóttur - öll eru þau hvert upp á sinn mátann. Það er helst, að
Agnari Þórðarsyni megi formsins vegna skipa í flokk með Birgi - Agnar
hefur í hjarta eiginlega ætíð verið trúr uppskrift hins vel gerða borgaralega
drama. Svo er og um Véstein Lúðvíksson í Stalín er ekki hér - mætti hann
skrifa meira af slíku — og loks er talsmátinn ekki ólíkur hjá þeim Birgi og
Olafi Hauki Símonarsyni í þríleiknum um fjölskylduna milli skinns og
hörunds, einkum fyrsta hlutanum, sem er sýnu bestur.
Samt er Dagur vonar talsvert einn á báti. Hann er það í krafti þess, hve
þroskuðum tökum og sjálfstæðum höfundur hefur náð á efni sínu og
formi, í krafti þeirrar lifandi ólgu sárrar upplifunar, sem æpir til manns í
hverju atriðinu á fætur öðru - og í krafti þess skáldlega innsæis í mannleg
örlög og samskipti, sem lýsir af þessum leik. Og umfram allt í krafti síns
dramatíska þróttar. An þess að hallað sé á önnur bestu leikverk síðari ára-
þeirra aðall er af öðru tagi, eins og drepið var á, - má spyrja, hvort skrifað