Skírnir - 01.09.1987, Side 60
266 JÓNAS KRISTJÁNSSON SKÍRNIR
ið frábær sagnamaður að gömlum íslenskum hætti. í rökkrinu á
kvöldin, og raunar hvenær sem færi gafst, settist ég og stundum
fleiri börn hjá honum, og hlýddum við sem bergaumin á frásagnir
hans. Flestar sögur hans voru að sjálfsögðu komnar úr prentuðum
bókum, en þó kenndi hann mér líka ýmsar þulur og sagði mér
þjóðsögur sem ég sé nú að hafa verið komnar beint úr sjóði
munnmælanna. Auðvitað gat hann sagt mér nákvæmlega frá því er
hann villtist í stórhríð og lá í fönn í þrjú dægur uppi á Mývatnsheiði
frostaveturinn mikla 1880-1881, semsé fyrir rúmum hundrað
árum, og á ég skrifaða frásögn hans af þeim atburði. Þjóðsögur
hans, eða til að mynda sögur sem hann endursagði eftir rímum og
kryddaði með tilvitnunum í rímurnar, gátu verið býsna langar og
rækilegar. En þegar hann fór með sannar frásagnir, til dæmis frá-
sagnir af langafa sínum og langömmu, Kolbeini og Finnu sem lifðu
á seinna hluta 18. aldar, þá voru frásagnir hans ævinlega mjög gagn-
orðar, aðeins naktar staðreyndir.
Að lokum kemur síðasti og merkilegasti vitnisberi minn, ásamt
með Ara fróða, en það er föðursystir mín Friðrika Jónsdóttir ljós-
móðir í Fremstafelli, sem dó 1979 nær 102ja ára. Hún var eins og
Þuríður Snorradóttir „margspök og óljúgfróð" og hélt minni sínu
óskertu fram til hárrar elli. Arið 1965, þegar hún var 88 ára, ritaði
ég eftir henni ýmsan fróðleik um ættmenni okkar. Faðir hennar,
fæddur 1841, var óskírborinn og ólst upp með móður sinni á hálf-
gerðum hrakningi fram og aftur um Þingeyjarsýslu. Friðrika kunni
að segja mér nákvæmlega hvenær þau voru á hverjum bæ, og svo frá
ýmsum atburðum sem gerðust í hverjum stað, auðvitað eftir sögn
föður síns og ömmu, Jóns og Sigurbjargar. Eg bar síðan hvert tíma-
talsatriði varðandi flakk þeirra saman við kirkjubækur, og þar
skeikaði aldrei nokkru atriði, aldrei. Tímasetninguna miðaði hún
við aldursár föður síns. Þetta hafði gerst fyrir 110-120 árum, og
hún var orðin 88 ára er hún sagði frá. Auðvitað kunni hún líka ým-
islegt að segja mér frá langafa sínum og langömmu, Páli og Sigríði
í Brúnagerði í Fnjóskadal, sem lifðu í byrjun 19. aldar og áttu 16
börn sem upp komust - og hún kunni erindi með nöfnum allra
þessara barna. Þetta sýnir hve fjarstætt það er sem Peter Sawyer
heldur fram, að ekki megi treysta frásögnum af atburðum sem gerst
hafi fyrir meir en svo sem 30 árum, ellegar að Hallur Þórarinsson