Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 30
236 JÓNAS KRISTJÁNSSON SKÍRNIR
kaupinu sem til er vitnað í upphafi máls. Þar voru sagðar til
skemmtunar þessháttar sögur sem nú mundu kallaðar fornaldar-
sögur, til að mynda saga af Hrómundi Gripssyni og fleiri fornald-
argörpum. „En þessari sögu var skemmt Sverri konungi, og kallaði
hann slíkar lygisögur skemmtiligstar,“ segir Þorgilssaga. „Og þó
kunna menn að telja ættir sínar til Hrómundar Gripssonar."
Fátt segir af trú manna eða vantrú á fornar sögur á hinum dimmu
síðmiðöldum. En þegar aftur var farið að setja saman söguleg rit
seint á 16. öld og einkum á 17. öldinni, þá var mikill máttur hinna
fornu sagna sem lýstu garpskap og glæsileik fornaldarinnar. Þá var
fornmenntastefnan eða húmanisminn drottnandi yfir andlegu lífi
Norðurlanda og áhugi vaknaði á fornri sögu þeirra. Helsti fulltrúi
þessarar menntahreyfingar hér á landi var Arngrímur Jónsson
lærði (1568-1648). Hann samdi á latínu mörg rit um Island og sögu
þess og átti skipti við menntamenn í Danmörku, einkum við forn-
fræðinginn Ole Worm. Arngrímur trúir því að á Norðurlöndum
hafi í árdaga búið jötnar, „gigantes“: „það er raunverulegir risar,
menn sem bjuggu í fjöllum, oft tröllvaxnir og gæddir risakröft-
um“.' Hann notar sem heimildir ungar og ýkjufullar íslendinga-
sögur, svo sem Bárðarsögu Snæfellsáss, Króka-Refssögu og Þórð-
arsögu hreðu, og einnig fornaldarsögur, svo sem Heiðrekssögu og
Ragnarssögu loðbrókar.2
Svipað er að segja um samtímamann Arngríms, Gísla Oddsson
Skálholtsbiskup (1593—1638), en hann segir svo í riti sínu De mir-
abilibus Islandiœ (Undur íslands):
Á forntungu Islendinga var vant að nefna tröll ógurlega stóra menn, sem
víst var um, að þá bjuggu hér, svo sem landi vor Grettir, sem var hraustasta
heljarmenni sinnar tíðar og haldið er að verið hafi átta álna hár, en hans líka
og ef til vill stærri menn hefur land vort litið einhvern tíma í fyrndinni. En
það er orðið langt síðan sú manntegund hefur horfið vor á meðal, og nú í
mörg ár hefur enginn fundizt, sem verið hafi yfir 3 V2 alin.3
Að þessu leyti voru þeir Arngrímur og Gísli börn síns tíma.
Danir og Svíar kepptust um að safna íslenskum handritum, og Sví-
ar urðu fyrstir til að gefa út íslenskar sögur - fornaldarsögur - sem
fullgildar heimildir um sögu Svíþjóðar. Tungumál sagnanna köll-
uðu þeir forngausku- „gamla götskan". Enn svo seint sem 1737 gaf