Skírnir - 01.09.1987, Síða 144
350
SIGURBJORN EINARSSON
SKIRNIR
hennar við lífsvanda mannsins, svo óvænt, þvert á allt hugboð, að
það kæmi öllum hugmyndum, heimspekilegum sem trúarlegum, í
opna skjöldu. Hann er að tala um kærleika Krists, sem gnæfir yfir
alla þekkingu (Ef. 3,18). Og hann ítrekar oft, að þar sé um að ræða
leyndardóm, sem engin mannleg hugsun geti brotið til mergjar en
hver mannvera geti þegið sér til lausnar og lífs.
III
Kristin trúarhugsun hefur alla tíð gert sér grein fyrir því, að Guð er
ekki viðfangsefni neinna vísinda né fræðilegra kannana. Guðfræði
er mannleg tilraun til þess að brjóta til mergjar trúarhugmyndir út
frá gefnum frumforsendum. Fremsta verkefni hennar er Biblían
sjálf. Þar eru forsendurnar og hinsta viðmiðun.
Biblían er m. a. glöggt vitni um það, hvernig trú er eðlilegt að tjá
sig. Það eru engar réttnefndar mýtur í Biblíunni. En þar er mikið af
myndmáli. Trú hugsar, sér, talar í myndum. Tjáningarform hennar
er meira í ætt við skáldlega framsetningu en fræðilegar formúlur.
Hin dýpsta sýn verður aldrei tjáð nema á eins konar táknmáli. Þeg-
ar um slík efni er að ræða, sem eru á mörkum þess að verða hugsuð
eða handan við þau mörk, þar sem óræð djúp opnast við hvert skref
áleiðis, þá hrökkva mannleg hugtök og orðaforði skammt.
Táknmál er ekki séreinkenni á Biblíunni eða trúarheimildum
yfirleitt. Menn verða líka að grípa til þess í vísindum, raunvísind-
um, stærðfræði, eðlisfræði. Og um heimsmynd vísindanna verður
ekki talað nú á tímum nema í táknmyndum. Þeim myndum er ekki
ætlandi meira en að vísa í rétta átt, en alltaf er verið að endurskoða
þær og breyta þeim. Og hversu réttar sem þær kunna að vera eða
verða, þá er ljóst, að veruleikinn leynir miklu meira á sér en mynd-
málið getur gefið til kynna.
Albert Einstein sagði: „Fegursta og djúptækasta kennd, sem
unnt er að finna, er að skynja leyndardóminn. Hún er uppspretta
sannra vísinda. Sá sem þekkir ekki þá kennd, sá sem getur ekki
lengur undrast og orðið gagntekinn af lotningu, sá maður má heita
dauður. Að vita, að það sem oss er óskiljanlegt, er samt til í raun og
veru og opinberast sem æðsta viska og ólýsanleg fegurð, sem tak-