Skírnir - 01.09.1987, Síða 147
SKÍRNIR
KRISTIN TRÚ Á TÆKNIÖLD
353
hvorki náttúrufræði né heimspeki, ekki heimsfræði (kosmologia),
ekki einu sinni saga, mannkynssaga, í fræðilegum skilningi; þar er
engin upplýsing um frumsögu mannsins í vísindalegri merkingu né
um gerð efnisheimsins, þróun hans, aldur og aldurtila að lokum.
Vitaskuld höfðu höfundarnir aldrei lesið skólabækur nútímans.
Það hafði Shakespeare ekki heldur gert, ekki Feidías, ekki J.S. Bach
og efast þó enginn um innsæi þeirra og innblástur á sínum sviðum.
Fleimsmynd Platóns var líka næsta ófullkomin í ljósi nútímaþekk-
ingar. Samt hafa hugsanir hans og sýnir þótt eiga erindi við leitandi
menn fram á þennan dag.
Spámannlegur innblástur er ekki fólginn í því að fá að vita allt,
sem mannleg rannsókn og ályktunargáfa kann að komast á snoðir
um í náttúrlegu umhverfi mannsins. Ftann getur notað efnivið af
mörgu tagi. Það gera þeir, sem skráðu upphafskafla og síðasta rit
Biblíunnar. Báðir renndu innblæstri sínum í ákveðin mót. Og báð-
ir eru boðberar, sem byggja verk sín upp út frá einu, allsráðandi
grunnstefi. Sá sem nær ekki stefinu vegna ívafs og umbúða, fær
ekki annað að heyra en annarlega, marklausa hljóma. Og stefið fel-
ur í sér svar við því, hver er staða mín, mannsins, í dularfullum
heimi, hvaðan ég kem, hvert tilveran stefnir, hvað ég á fyrst og
síðast, hver er minn Guð.
Umgjörð eða umbúðir þess, sem höfundum liggur á hjarta, form
þessarar tjáningar, er tilþrifamikið, eins og þegar yfirburðamenn í
list eru að renna skynjun sinni í mót, og þó einfalt, svo sem jafnan,
þegar meistarar smíða. En form er aldrei annað en búningur,
umgjörð. Spurningar um það eiga fyllsta rétt á sér innan sinna
marka, að því tilskildu, að menn viti, hvað þeir eru að spyrja um og
hvers kyns svara er að vænta, En geri menn sér ekki grein fyrir því,
hvers eðlis það verk er, sem þeir eru að meðhöndla, hvað höfundar
ætla sér og hvað ekki, ef menn fara að spyrja og gagnrýna út frá
sjónarmiðum, sem gilda um alls óskyld svið og verk, þá verða svör-
in eftir því, fráleitar firrur.
Heimur tækni og vísinda hefur ekki breytt stöðu kristinnar trúar
í neinum grundvallaratriðum. Hver tími hefur sín vandamál og
sinn sérleik. Asjóna veraldar nú undir aldarlok er margræð. Hvað
sem öðru líður, þá er ekkert auðveldara að lifa en áður, þrátt fyrir
bílinn og kæliskápinn og sjónvarpið og lyfin og aðrar dásemdir
23 — Skírnir