Skírnir - 01.09.1987, Side 52
258 JÓNAS KRISTJÁNSSON SKÍRNIR
1605. Þetta er yfirlit um sögu Skálholtsbiskupa frá upphafi ogfram
á síðara hluta 16. aldar.
Biskupaannálar eru framan af endursögn Hungurvöku og Skál-
holtsannáls hins forna, en frumlegt efni hefst með frásögn af Jóni
biskupi Gerrekssyni, hér um bil tvær blaðsíður í meðalstórri bók.
Liðin eru um 170 ár frá viðburðum þegar frásögn þessi er færð í
letur.
Skarðsárannáll er næsta sögurit íslenskt sem kalla má nokkuð ít-
arlegt. Björn Jónsson á Skarðsá samdi annál sinn á árunum 1630-
40, það er að segja þremur áratugum eftir að Jón Egilsson ritaði
Biskupaannála. Þetta er stórmerkilegt heimildarrit, fyrsta almenna
sögurit íslenskt frá síðari öldum. Frumlegt efni sem um munar
hefst, eins og vænta má, með Jóni Gerrekssyni. Björn notar eftir
föngum ritaðar heimildir, meðal annars prentuð sögurit dönsk og
óprentuð íslensk skjöl, en um dráp Jóns biskups styðst hann sýni-
lega við munnmælasagnir. Frásögnin er nálega ein prentsíða eða
tæpur helmingur að lengd móti Biskupaannálum. Björn þekkir og
notar Gottskálksannál, svo langt sem hann nær, en Biskupaannálar
eru honum sýnilega ókunnir, enda ber mjög margt á milli. Liðnar
eru réttar tvær aldir frá drápi Jóns biskups þegar Björn ritar frásögn
sína.
Nú skulu birtar hinar sambærilegu frásagnir annála af óspektum
sveina Jóns biskups Gerrekssonar og drápi biskupsins.
Biskupaannálar
31. biskup Jón Gerikksson. Hann var svenskur að ætt og hafði 30 sveina
írska, hverir að næsta voru mjög ómildir svo að biskup hann réð litlu eður
öngu fyrir þeim.
Nú verður að geta þeirra manna sem undireins voru á hans dögum. Hann
reið víða um land og gjörðu hans menn mikinn óskunda en tóku ríkismenn
til fanga. Þar eru sérdeilis tveir menn tileinkaðir, annar frá Bjarnarnesi,
hann hét Teitur, en annar frá Möðruvöllum, Þorvarður Loftsson sonur
Lofts hins ríka sem seinna skal frá segja. Þessa báða flutti biskup og hans
sveinar í Skálholt og settu þá í járn og létu þá berja fiska.
Svo bar til að Þorvarður slapp um hausttíma, en Teitur sat til páska. A
páskum var drukkið og gjörðu þeir tveir sig drukkna er Teit áttu að geyma
svo að þeir týndu lyklinum frá fjötrunum, en ein vinnukonan fann og fékk
Teiti; með það slapp hann. Þeir skrifuðust þá til og tóku með sér dag nær
þeir skyldu báðir koma í Skálholt, og svo varð. Þeir komu báðir undir eins,