Skírnir - 01.09.1987, Qupperneq 162
SKÍRNIR
368 JÓNÞ.ÞÓR
frjálslegast uns lögin hafa verið felld úr gildi, en það er langt frá því að þeir
hafi gert það fram til þessa.28
Þessi skýrsla Atkinsons hlýtur að teljast athyglisverð heimild,
svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hún sýnir ótvírætt að hann hefur
lagt sig eftir því að kynnast viðhorfum Islendinga í málinu og haft
góðan skilning á erfiðri aðstöðu þeirra. Þess vegna hvatti hann til
samkomulags, sem allir aðilar málsins gætu sætt sig við. Jafnframt
þessu er fróðlegt að kynnast hugmyndum Schwanenflugels, skip-
herra á Hejmdal, um að skipta á Faxaflóa og öðrum veiðislóðum,
þar sem togararnir gætu veitt upp í landsteina. Engar heimildir eru
þó fyrir því, að hann hafi nefnt þessa hugmynd við íslenska em-
bættismenn, og þegar Bretar viðruðu svipaða hugmynd við dönsk
stjórnvöld í ársbyrjun 1897, fengu þeir algjört afsvar.29 Er þó ekki
ólíklegt að ummæli Schwanenflugels við Atkinson hafi átt þátt í að
bresk stjórnvöld settu þessa hugmynd fram, og hafa ber í huga að
hún samræmdist skoðunum skipstjóranna, sem skipherrann á Cal-
ypso ræddi við, og áður var getið. Loks er ljóst af skýrslu Atkin-
sons, að Magnús Stephensen landshöfðingi hefur verið fastur fyrir
og hvergi viljað hvika frá rétti íslendinga í málinu.
Daginn eftir að Atkinson samdi skýrslu sína til flotamálaráðu-
neytisins, skrifaði Magnús Stephensen langa greinargerð um við-
horf sín til málsins og sendi hana breska ræðismanninum í Reykja-
vík, sem aftur þýddi hana á ensku og sendi Atkinson.30
Næstu daga fóru fram samningaumleitanir milli Atkinsons og
Magnúsar landshöfðingja, og er skýrsla, sem hinn síðarnefndi
samdi hinn 11. júlí 1896 og sendi dönsku stjórninni, besta heimild-
in um gang viðræðnanna.31 í skjölum Atkinsons er hins vegar að
finna athyglisvert bréf, sem Spence — Paterson skrifaði honum 9.
júlí og lýsir viðhorfi Magnúsar Stephensen til landhelgislaganna og
hinnar umdeildu 3ju greinar. Það hefst þannig:
Eg hitti landshöfðingja að máli í gær og sýndi honum bréf yðar32 og
ræddi við hann um togaramálið. Hann kveðst ekki geta fallist á að hann eigi
sök á 3ju grein landhelgislaganna. Hann hafi verið andsnúinn henni frá
upphafi, talið hana harða og ósanngjarna og er Alþingi hafi samþykkt lögin
og þau verið send Islandsráðgjafanum til að fá staðfestingu konungs, hafi
hann (landshöfðingi) lagt til, að ef ráðgjafinn teldi 3ju greinina móðgandi