Skírnir - 01.09.1987, Síða 61
SKÍRNIR
SANNFRÆÐI FORNSAGNANNA
267
hafi vegna ellisljóleika ekki getað sagt Ara fróða neitt með sannind-
um.29 Einnig sýnir það að ekki er þörf að gera ráð fyrir því, eins og
Natanael Beckman hyggur, að annálaritarar hafi þurft að skrásetja
ártölin samtímis atburðum til að hafa þau rétt.30 Dæmi Friðriku
ljósmóður sýnir glögglega að Islendingar hafa getað tímasett at-
burði upp á ár að minnsta kosti 120 ár aftur í tímann.
En enga atburði sagði frænka mín mér sem voru fjarlægari en frá
langafa hennar og langömmu, það er að segja svo sem 150 ár aftur
í tímann. Það voru minningar ömmu hennar frá bernskuheimili
sínu. Ekki held ég að hún hafi sagt mér neitt sem nálgaðist 200 ára
gamlar sagnir, enda spurði ég hana, því miður, einskis frá þeim tíma
- til dæmis frá Móðuharðindunum 1783—84.
Nú má draga dæmin saman um sannfræði sagna frá þessum
þrennum tímaskeiðum Islandssögunnar: frá 12. öld, 17. öld og 20.
öld.
(1) Ari fróði kann laust eftir 1100 að ársetja atburði nákvæmlega
svo sem 120 ár aftur í tímann. Sem undantekningar hefur hann enn
fjarlægari ártöl: lögsögumannatal, sem er eiginlega opinber skrá,
og lauslega ákvörðun um upphaf þjóðarsögunnar. En að öðru leyti
tímasetur hann ekki nákvæmlega atburði sem gerst hafa fyrir svo
sem 150 árum: misseristal, brenna í Ornólfsdal, fjórðungadeild.
Nákvæmlega sama niðurstaða er hjá þeim Birni á Skarðsá á 17. öld
og Friðriku Jónsdóttur á 20. öld: Þau hafa rétt ártöl að minnsta
kosti 120 ár aftur í tímann.
(2) Frásagnir sem ætlaðar eru til skemmtunar, til dæmis fornald-
arsögur eða aðrar „þjóðsögur", eru ítarlegar og skrúðmiklar og
geta gengið í breytilegum myndum öldum saman. „Sannar sögur“
geta líka verið ítariegar svo sem 100 ár aftur í tímann eða vel það:
kristnitakan í Islendingabók, bjarndýrsdrápið í Skarðsárannál,
frásagnir afa míns og föðursystur. En sagnamenn sem leita sann-
leikans segja aldrei mjög ítarlegar sögur frá löngu liðnum tímum.
Þegar komið er svo sem 150-200 ár aftur í tímann verða frásagnir
þeirra ævinlega þurrar og gagnorðar.
(3) Söguleg sannindi - sannar frásagnir af atburðum - geta með
þessum hætti varðveist að minnsta kosti 120 ár aftur í tímann. En
þegar enn lengra líður, segjum 150-200 ár, þá vilja sannindin