Skírnir - 01.09.1987, Side 131
SIGURBJORN EINARSSON
Kristin trú á tækniöld
flutt á málþingi um heimspeki og trú 15. mars 1987
I
Þegar SPURT ER, hver sé staða kristinnar trúar í heimi nútímans,
veröld vísinda og tækni, þá mætti skilja þá spurningu á fleiri vegu
en einn eða rekja hana upp í ýmsa þætti.
í fyrsta lagi mætti spyrja, hvaða stöðu kristin trú eigi í samtíðinni
sem heilshugar sannfæring, lifandi, innri veruleiki og mótunarafl í
hugsun og viðhorfum nútímafólks. Kristin kirkja er ómótmælan-
lega til sem félagslegt fyrirbæri eða stofnun víðsvegar um jörð. En
hvers vegna? Hvað ber hana uppi? Trúarvissa? Eða er hún fremur
hamur, arfhelgur að vísu og kannski þó nokkuð merkilegur á að
sjá. En er nokkur lifandi hjartsláttur undir þessu herta og skorpna
hörundi, þessum margþæfðu flíkum?
Þannig má spyrja og svo er spurt. Og víst væri þetta verðugt um-
ræðuefni, en ekki fljótgert að afgreiða það.
I öðru lagi mætti spyrja, ekki síst á þessum vettvangi hér: Hver
er staða kristinnar trúar í alvarlegri umræðu nútíðar, t. d. og sér í
lagi á málþingum heimspekinga? Er staða hennar slík nú orðið, að
eðlilegt sé eða nauðsynlegt að taka tillit til hennar, þegar tekist er á
við gátur hugsunar og lífs, eins og þær liggja fyrir núna? Eiga þeir,
sem rýna hin djúpu rök, nokkuð að sækja tii kristinnar trúar eða
nokkuð við að glíma úr þeirri átt? Finnst þeim mönnum, sem ætla
sér mikið og mikið er ætlað í átökum mannsandans við mikilvæg
efni, að þar sé nokkuð svo raunhæft, tímabært og áleitið, að það
taki því að staldra við, ígrunda eða andmæla? Er þar að finna örv-
andi ögrun af einhverju tagi, hvata eða hugvekju?
Þetta væri líka girnilegt efni til athugunar og ekki neitt flýtisverk
22 — Skírnir