Skírnir - 01.09.1987, Page 89
SKÍRNIR
ARFUR HEGELS
295
II.
Hér hafa verið upp taldir í stuttu máli þeir fletir á kerfi Hegels sem
helzt eru fallnir til að bjóða árásum og gagnrýni heim, en nú er rétt
að huga að andstæðingum hans hverjum fyrir sig og athuga hvernig
þeim verður ágengt. Eftir því sem leið á 19. öld varð æ háværara tal
manna um svonefnt „hrun kerfisins“. Og auðvitað var það kerfi
Hegels sem átt var við. Ef við leiðum hugann að því, hvað hafi vald-
ið þessu hruni, virðist fremur sem kerfið eigi að hafa hrunið af
sjálfsdáðum innanfrá en að einhver máttugur andstæðingur hafi
greitt því banahögg utan frá eða sett nýtt og betra kerfi í staðinn. I
rauninni hefur þetta tal um hrun kerfisins einkum verið sprottið af
pósitívískum hugsunarhætti og vísindatrú margra á þessum tíma
og þá oft beinzt gegn heimspekilegri hugsun almennt en ekki ein-
ungis kerfi Hegels og ekki verið byggt á röksemdum, sem kallast
mættu heimspekilegar. Til marks um fráhvarf manna frá heim-
spekilegri hugsun Hegels og hans líka má nefna staðhæfingu þýzka
heimspekisöguritarans Wilhelms Windelband á ofanverðri 19. öld
á þá leið, að það megi telja þá menn á fingrum sér, sem botni nokk-
uð í ritum Hegels Fynrbrigðafrædi andans (Die Phanomenologie des
Geistes, 1807). En þar sem talið um hrun kerfisins á sér heimspeki-
legan grundvöll er það yfirleitt í tengslum við afturhvarf til Kants
eða „nýkantíanisma“, sem stóð í blóma um þessar mundir í þýzk-
um háskólum og víðar. Það er t.d. sagt um einn mann, að hann hafi
ávallt lokið máli sínu með sömu setningunni, líkt og Kató hinn
gamli forðum, en hjá þessum manni hljóðaði setningin svo: „Zu-
ruck zu Kant“, „Hverfum aftur til Kants“.
Með þessu er verið að tefla gegn kerfi Hegels eldri heimspeki en
ekki nýrri, og skýtur það nokkuð skökku við þann skilning Hegels
á þróun heimspekinnar og stöðu sjálfs sín innan hennar sem lýst
var hér í upphafi. Og óneitanlega hafa þeir mikið til síns máls sem
telja, að Hegel og aðrir eftirmenn Kants innan hughyggjunnar
þýzku hafi gert sér fulllítið fyrir, er þeir ýttu þekkingarfræði Kants
til hliðar, eða tóku aðeins þann þátt hennar, er lýtur að þætti vit-
undarinnar og fyrirfram hugmynda í mótun reynslunnar, en létu
sér í léttu rúmi liggja spurningar um veruleikann sem slíkan, utan
við eða óháðan mannlegri vitund. Þær spurningar verða af skiljan-