Skírnir - 01.09.1987, Side 152
358
JÓN Þ. ÞÓR
SKIRNIR
En þrátt fyrir ólík markmið og efnistök, og mismunandi áhersl-
ur, fór ekki hjá því að við yrðum allir að fjalla að nokkru um sömu
viðfangsefni. Þar bar heimsóknir bresku flotadeildarinnar til Is-
lands sumurin 1896 og 1897 hæst. Þær voru meginviðfangsefni
Gísla og hlutu ýtarlega umfjöllun í hinum ritunum báðum. Ekki
verður sagt, að við höfum verið með öllu sammála um tilgang og
tildrög heimsóknanna. Björn var harðorðastur í garð Breta, kallaði
flotadeildina „innrásarlið“,4 og lýsti markmiðum heimsóknarinnar
1896 með þessum orðum:
Markmið flotaheimsóknarinnar, sem svo var kölluð 1896, var að:
1) hefta umsvif landhelgisgæslunnar,
2) afla sakaruppgjafar fyrir landhelgisbrot,
3) opna firði og flóa á Islandi fyrir breskum togurum, eða m. ö. o. knýja
íslendinga til þess að breyta löggjöf sinni um togveiðar.5
Hér var vissulega fast að orði kveðið og hafnaði Björn með öllu
opinberri skýringu danskra stjórnvalda: að flotadeildin væri hing-
að komin til að kanna sannleiksgildi kvartana, sem breskir togara-
sjómenn og útgerðarmenn höfðu borið upp undan illri meðferð
danskra varðskipsmanna á sér.
Gísli hafnaði ofangreindri skýringu Björns að mestu leyti, og
sagði um tilgang heimsóknarinnar:
Ohætt er að ætla, að tilgangur flotaheimsóknarinnar 1896 hafi verið fjöl-
þættari, en ráða mætti af hinni opinberu skýringu [. . .]. Hlutverk hennar
virðist a. m. k. hafa verið þríþætt: 1) að kanna ástandið á miðunum um-
hverfis landið og þá einkum á Faxaflóa með tilliti til kvartana útgerðar-
manna, 2) að leita að samningsgrundvelli er leitt gæti til bráðabirgðasam-
komulags og 3) að sýna mátt Bretlands á höfunum og þar með undirstrika
andstöðu bresku stjórnarinnar við þær réttarreglur er dönsk - íslensk
stjórnvöld reyndu að framkvæma á miðunum við Island.6
Undir þessi sjónarmið tók höfundur þessarar greinar í megin-
atriðum, en reyndi þó að leita frekari skýringa.7
Eitt veigamikið atriði háði okkur öllum, er við reyndum að
skýra tilgang flotaheimsóknarinnar 1896: Enginn okkar hafði und-
ir höndum frumheimildir, er tækju af tvímæli um tildrög heim-
sóknarinnar. Af því leiddi, að tilgangur hennar var að ýmsu leyti