Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 166
372
JÓN Þ. ÞÓR
SKÍRNIR
bóginn er ekki ljóst, hvort bresk yfirvöld hafa ætlast til þess, að
Atkinson kæmist að samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Það er þó
fremur ólíklegt. Af þróun mála á meðan flotadeildin dvaldist í
Reykjavík virðist mega ráða, að samkomulag þeirra Magnúsar
Stephensen og Atkinsons hafi nánast orðið til í viðræðum þeirra.
Skýrslur Atkinsons til flotamálaráðuneytisins og skipherrans á
Calypso til Atkinsons eru órækur vitnisburður þess, að breskum
togaraskipstjórum þótti mikill bagi að því, að geta ekki leitað ís-
lenskra hafna að vild. Að því leyti náði lagasetning Alþingis 1894
tilgangi sínum. Atkinson varð hins vegar strax ljóst, hve þungum
búsifjum togararnir ollu Islendingum og að bágur efnahagur þeirra
fengi ekki staðist ágengnina til lengdar. Af þessum sökum var það
öllum í hag að samkomulag tækist, þótt ekki væri nema til bráða-
birgða. Og þegar Schwanenflugel hafði skýrt Atkinson frá nýjustu
fyrirmælum um túlkun 3ju greinarinnar og Magnús Stephensen
sagt frá afstöðu sinni til hennar, var ekki annað eftir en að semja
um, hvar draga ætti markalínuna í Faxaflóa á sjókortin. Það var í
sj álfu sér ekki erfitt, og þegar flotadeildin breska sigldi út af legunni
við Reykjavík og setti stefnuna vestur fyrir Öndverðarnes mátti
Magnús Stephensen treysta því, að Atkinson myndi skýra sjón-
armið íslendinga fyrir breskum stjórnvöldum og að líklega yrði
ekki minna mark tekið á orðum hans en bréfum danskra stjórn-
mála- og embættismanna. Og þá var strax nokkuð unnið.
Tilvitnanir
1. Saga XVIII, 77-114.
2. Sbr. 77« þorskastríð 237 o. áfr.
3. Sbr. Saga XVIII, 77.
4. Tíu þorskastríð, 178.
5. Samarit, 181.
6. Saga XVIII, 82.
7. Sbr. Breskir togarar og íslandsmið 1889-1916, 58-59.
8. Stj. tíð. 1894, 134-135.
9. PRO/ADM 1/7268. Undir þessu númeri er að finna skýrslur Atkin-
sons úr Islandsferðinni 1896 og önnur gögn frá flotamálaráðuneytinu,
er málið snerta. Allar skýrslur og hlutar úr þeim, sem birtar eru orð-
réttar í þessari ritgerð, eru þýdd af höfundi.