Skírnir - 01.09.1987, Blaðsíða 49
SKIRNIR
SANNFRÆÐI FORNSAGNANNA
255
Hann var bæði mikill maður og sterkur, og þurfti hann þess alls áður hann
kom henni burt af bænum.
Nú elnaði sóttin Þorsteini Eiríkssyni og andaðist hann. Guðríður kona
hans kunni því lítt. Þá voru þau öll í stofunni. Guðríður hafði setið á stóli
frammi fyrir bekknum er hann hafði legið, Þorsteinn bóndi hennar. Þá tók
Þorsteinn bóndi Guðríði af stólinum í fang sér og settist í bekkinn annan
með hana gegnt líki Þorsteins og taldi um fyrir henni marga vega og hugg-
aði hana og hét henni því að hann myndi fara með henni til Eiríksfjarðar
með líki Þorsteins bónda hennar og förunauta hans.
„Og svo skal eg taka hingað hjón fleiri," segir hann, „þér til hugganar og
skemmtanar.“
Hún þakkaði honum. Þorsteinn Eiríksson settist þá upp og mælti:
„Hvar er Guðríður?" Þrjá tíma mælti hann þetta, en hún þagði.
Þá mælti hún við Þorstein bónda: „Hvort skal eg svör veitahans máli eða
eigi?“ Hann bað hana eigi svara.
Þá gekk Þorsteinn bóndi yfir gólfið og settist á stólinn, en Guðríður sat
í knjám honum.
Og þá mælti Þorsteinn bóndi: „Hvað viltu, nafni minn?“ segir hann.
Hann svarar er stund leið: „Mér er annt til þess að segja Guðríði forlög
sín, til þess að hún kunni þá betur andláti mínu, því að eg em kominn til
góðra hvíldarstaða. En það er þér að segja, Guðríður, að þú munt gift vera
íslenskum manni og munu langar vera samfarar ykkrar og margt manna
mun frá ykkur koma, þroskasamt, bjart og ágætt, sætt og ilmað vel. Munu
þið fara af Grænlandi til Noregs og þaðan til Islands og gera bú á Islandi;
þar munu þið lengi búa, og muntu honum lengur lifa. Þú munt utan fara og
ganga suður og koma út aftur til Islands til bús þíns, og þá mun þar kirkja
reist vera, og muntu þar vera og taka nunnuvígslu og þar muntu andast.“
Og þá hnígur Þorsteinn aftur, og var búið um lík hans og fært til skips.
Þorsteinn bóndi efndi vel við Guðríði allt það er hann hafði heitið. Hann
seldi um vorið jörð sína og kvikfé ög fór til skips með Guðríði með allt sitt,
bjó skipið og fékk menn til og fór síðan til Eiríksfjarðar. Voru nú líkin jörð-
uð að kirkju.
Guðríður fór til Leifs í Brattahlíð, en Þorsteinn svarti gerði bú í Eiríks-
firði og bjó þar meðan hann lifði og þótti vera hinn vaskasti maður.
Athugasemdir
Um Grænlandssögurnar tvær er þetta helst að segja: Olafur Hall-
dórsson, sem síðast hefur rækilega um þær ritað, telur allar líkur til
að þar sé verið að skrásetja sjálfstæðar munnmælasagnir í hvorri
sögu um sig, og er ég honum fullkomlega sammála eins og fyrr
segir. Ef sögurnar eru skoðaðar í heild má finna sameiginlegt orða-
lag á einum stað, þar sem segir um Þorfinn karlsefni og menn hans: