Skírnir - 01.09.1987, Síða 77
SKIRNIR
BROKLINDI FALGEIRS
283
krók. Út af þessu upphefst mannjöfnuður, einn af mörgum í sög-
unni:
Butraldi mælti þá: „Rann kappinn nú?“ Þorgeirr segir: „Eigi rann ek; því
fór ek aðra leið, at ek þurfta eigi at skora fgnn fyrir mér, en nú mun ek eigi
renna undan yðr.“ Þorgeirr stendr þá á brekkubrúninni, en Butraldi skorar
fgnnina. Ok er hann kom í miðja brekkuna, þá setr Þorgeirr spjótskepti sitt
undir sik ok snýr fram oddinum, en hefir oxina reidda um gxl, rennir fgnn-
ina ofan at Butralda. Hann heyrir hvininn af fgr Þorgeirs ok lítr upp ok
finnr eigi fyrr en Þorgeirr hjó framan í fang honum ok þar á hol; fellr hann
á bak aptr. En Þorgeirr rennir fram yfir hann, til þess at hann kemr á jgfnu,
svá hart, at fgrunautar Butralda hrjóta frá í brott. (146)
Það er athyglisvert að bera þessa frásögn saman við lýsingu
Njálu á glæsilegri fótskriðu Skarphéðins þegar hann vegur Þráin á
ísilögðu Markarfljóti.24 I Njálu eigast við flokkar höfðingja, þeir
eru í litklæðum, búnir hjálmum og blikandi skjöldum. Skarphéð-
inn hefur sig á loft og rennir að Þráni sem fugl flygi og sömu leið
til baka. Þorgeir rennir sér á rassinum á spjótskafti sínu, notar hall-
ann og rennir fram yfir andstæðinginn sem er að bogra og basla,
rétt eins og hann væri stökkpallur, og stoppar ekki fyrr en á jafn-
sléttu - og jafnframt hólpinn. Heimur þessara tveggja sagna er
gjörólíkur.
IV
Gróteskt raunsæi Fóstbræðrasögu kemur fram í ýmsum myndum
og fjölmörgum dæmum. í því sambandi er ástæða til að minna á
kvenlýsingar sögunnar sem eru mjög sérstæðar og gegna miklu
hlutverki, sem er það að afhjúpa karlhetjurnar.
Þorgeir hokrar ekki að konum, en Þormóður þeim mun meir.
Og hann stendur í miklu stímabraki við unnustur sínar, eins og
faðir hans raunar bendir honum á. Þorbjörg Kolbrún hefur birst
Þormóði í draumi og hótar að sprengja augun úr höfðinu á honum
ef hann snýr ekki vísunum til hennar aftur. „Óþarfar unnustur
áttu“, segir Bersi, „hlauzt af annarri orkuml þau, er þú verðr aldri
heill maðr, en nú er eigi minni ván, at bæði augu springi ór hpfði
þér“ (176). Og Þormóður verður auðvitað að láta í minni pokann
fyrir Þorbjörgu.