Skírnir - 01.09.1987, Side 74
280
HELGA KRESS
SKÍRNIR
beina ok fjórtán bein; tennr hans ngtruðu, þær váru þrír tigir; allar æðar í
hans hgrundi pipruðu fyrir hræzlu sakar, þær váru fj?gur hundruð ok
fimmtán. (233)
Það er geysileg kímni í þessari lýsingu. Egill vesalingurinn skelf-
ur og nötrar, og það er enginn smávegis skjálfti. Það má ekki minna
vera en hvert einasta bein, tönn og æð fari af stað. Einn þeirra
fræðimanna sem um söguna hefur ritað hefur borið þessa klausu
saman við læknisfræðileg rit miðalda og fundið út að ekki sé rétt
farið með tölu tanna. Það vanti tvær! Skýring hans er sú að annað-
hvort muni um „hreina ritvillu" að ræða, „ellegar að tennur hafa
verið taldar í manni sem ekki hafði fulla tölu“.22 Er þetta gott dæmi
um þá tilhneigingu fræðimanna að taka allt bókstaflega sem stend-
ur í Islendingasögum og láta grín þeirra fram hjá sér fara.
Annar hjálparmaður Þormóðar á Grænlandi ber það virðulega
heiti Lúsa-Oddi. Fundi þeirra er svo lýst:
Þormóði þótti daufligt í hellinum, því at þar var fátt til skemmtanar.
Einn góðan veðrdag ræzk Þormóðr brott frá hellinum. Hann klífr upp
hamrana ok hafði oxi sína með sér. Ok er hann er skammt kominn frá hell-
inum, þá mætti hann manni á leið. Sá var mikill vexti ok ósinniligr, ljótr ok
eigi góðr yfirbragðs. Hann hafði yfir sér verju saumaða saman af mprgum
tgtrum; hon var feljótt sem laki ok hgttr á upp með slíkri gorð; hon var gll
lúsug, því at þá er sólskin var heitt, þá gengu verkfákar frá fóðri hans hgr-
unds á inar yztu trefr sinna herbergja ok létu þar þá við sólu síður við blika.
(238)
Við þennan mann hefur Þormóður klæðakaup og leggur af stað
til mikilla víga.
Víg þeirra fóstbræðra eru yfirleitt framin í skjóli myrkurs eða úr
launsátri, eða eins og sagan segir: „er minnstar vánir váru“ (185).
Oft hafa fórnarlömbin ekkert til saka unnið, eins og t.a.m. sauða-
maðurinn á Hvassafelli:
Þorgeirr hafði riðit undan suðr, ok er hann kom til Hvassafells, stóðu þar
menn úti. Sauðamaðr var þá heim kominn frá fé sínu ok stóð þar í túninu
ok studdisk fram á staf sinn ok talaði við aðra menn. Stafrinn var lágr, en
maðrinn móðr, ok var hann ngkkut bjúgr, steyldr á hæli ok lengði hálsinn.
En er Þorgeirr sá þat, reiddi hann upp oxina ok lét detta á hálsinn. 0xin beit
vel, ok fauk af hgfuðit ok kom víðs fjarri niðr. Þorgeirr reið síðan í brott,