Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.09.1987, Síða 192

Skírnir - 01.09.1987, Síða 192
398 SVEINN EINARSSON SKIRNIR vant í talninguna) og að þessum verkum voru 17 höfundar. Á sama tíma komu fram í sjónvarpi hvorki meira né minna en 25 ný íslensk verk og 53 í hljóðvarpi, en höfundar að öllum þessum verkum eru samtals 62. Rétt er að vekja athygli á því, að einkum stór hluti útvarpsverkefnanna er saminn fyrir börn. Tölur fyrir árin 1975-80 eru enn greinarbetri. Á leiksviði eru þá frum- flutt 63 leikrit; vert er að vekja athygli á, aðþriðjungur þeirra, eða21 leikrit, er frumfluttur af leikfélögum áhugamanna. Höfundar þessara verka eru samtals 42. Á sama tíma koma fram í sjónvarpi 25 ný verk eftir 18 höfunda, og í hljóðvarpi er leikið 31 nýtt íslenskt leikrit og þar bætast við 11 höfund- ar; höfundar eru þá samtals á þessu tímabili 64. Og enn má þylja tölur fyrir næsta fimm ára tímabil: 62 sviðsleikrit, þar af 21 hjá áhugaleikflokkum, höfundar 50; í sjónvarpi 20 ný verk, í hljóð- varpi 45. Höfundar alls samtals 81. Til samanburðar má taka árin 1950-55, þegar aðeins komu fram 12 ný íslensk verk á sviði í Reykjavík og á árunum 1955-60 einungis 6. Reyndar verður svo í réttiætis nafni að geta þess, að árið 1986 kom ekkert nýtt íslenskt verk í sjónvarpi! Ymsir hafa látið sér fátt um svona tölur finnast og réttilega minnt á, að magn sé ekki sama og gæði, jafnvel hlakkað yfir, þegar ófullburða smíð hef- ur flækst með. Og víst er um það, að aga skal sín eigin börn sem annarra. Leikhúsin hafa þó ótrauð haldið fram ræktunarstefnu sinni og áfram hýst innlenda höfunda, þó að einstaka sinnum gefi á bátinn. Rökin eru þau, að það sé óraunsætt að ætla sér, að meistaraverkin hrökkvi alsköpuð úr höfði Seifs, því æfing skapi meistarann; þrátt fyrir náttúruhamfarir verði það að teljast til undantekninga, að upp spretti lind svona aldeilis af sjálfu sér, helst sé slíks getið í kraftaverkasögum. En á háskeiðum leikritunar megi jafnan benda á eins konar ræktunarstarf: Shakespeare hafi ekki staðið einn á velli og ekki Moliére. Og víst er um það, að umhverfis jöfurinn frá Stratford eru önnur stórskáld eins og Marlowe og Ben Jonson, og svo fjöldinn allur af gjaldgengum höfundum öðrum: Kyd og Greene og Peele, Chapman, Be- aumont, Fletcher, Thomas Dekker, Middleton, Heywood, John Ford. Sama er uppi á teningnum, þegar sígild leikritun Frakka næst hæst: Moli- ére, Racine og Corneille eiga sér líka samtímamenn og undanfara: Hardy og Mairet hétu frumkvöðlarnir, en síðan komu höfundar eins og Rotrou og Du Ryer; þó að nöfn þeirra séu mikið til gleymd í dag, þá gegndu þeir sínu hlutverki. Dagur vonar er fimmta leikritið, sem Birgir Sigurðsson sendir frá sér, en hið fyrsta var verðlaunaleikritið Pétur og Rúna, sem fram kom í tilefni af 75 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur 1972. Birgir hefur því mikið komið við sögu verulegan hluta þessa nýja leikritunarskeios okkar, en oft hafa menn hyllst til að tímasetja upphaf þess útfrá leikriti Jökuls Jakobssonar Hart í bak, 1962. Nú er að sjálfsögðu of fljótt að gera neina staðfasta úttekt á umræddu tímabili, sem ekki virðist heldur á enda komið, greina á milli, hverjir séu plægjendur eða sáðmenn, forgöngumenn eða sporgöngumenn,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.