Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.09.1987, Side 177

Skírnir - 01.09.1987, Side 177
SKÍRNIR RITDÓMAR 383 finnst mér flókið að gera greinarmun á „reikistjörnum“, „förustjörnum“ (þ. e. sýnilegum reikistjörnum) og „föruhnöttum" (förustjörnum að með- töldum sól og mána). „Stjarnvísi í öndverðu" heitir annar kaflinn, fjallar um forn samfélög, einkum í Egyptalandi og Mesópótamíu, vísindaiðkun þeirra og stjarn- fræðihugmyndir sér í lagi; einnig um stjörnuspekina (stjörnuspáfræði). Þorsteinn vill ekki láta gera lítið úr fræðimennsku fornmanna, þótt stjörnuspeki verði „með engu móti talin til vísinda nú á dögum“ (bls. 91). Það er einmitt lykilatriði í allri umfjöllun Þorsteins að meta hugmyndir og kenningar út frá þekkingu og möguleikum hvers tíma. Hér get ég helst fundið að því að skýringar skorti á því (bls. 83-84) hvernig „babýlonískar skýrslur“ hjálpuðu nútímamönnum að finna út að sólarhringurinn hafi ekki styst nema um 1,78 millisekúndur á öld síðustu árþúsundirnar. Nú koma tveir kaflar, þriðji og fjórði, um Grikki hina fornu og vísindi þeirra. Hér verður frásögnin hvað breiðust og kannski sagt frá óþarflega mörgum af hinum elstu heimspekingum, sem ekki breyttu allir miklu um heimsmyndarsöguna sjálfa. Þetta er þó ekki ófróðleg lesning.2 En þegar þriðji kafli er að baki og komið nokkuð fram í hinn fjórða, verður breyting á efnistökum, frásögnin bundnari við hina eiginlegu heimsmyndarsögu (og tilheyra henni viðaukar 3-5). Hér er bókin rösklega hálfnuð. Fyrir minn smekk er meira varið í seinni hlutann. Hann er að vísu tæknilegri en hinn fyrri, en Þorsteini tekst mætavel að halda lýsingum sínum skýrum og að- gengilegum. Hér er komið að hugmyndum sem nokkuð glöggar heimildir eru til um, þeim nógu rækilega lýst til að lesandinn skynji þær sem heild, og vissulega er áhugavert að sjá hversu flókin og raunar glæsileg þankasmíð hin klassíska heimsmynd var. Eg held að umfjöllun Þorsteins um Ptólem- aíos og heimsmynd hans (bls. 173-184) sé ágætasti þáttur þessarar bókar. I fimmta kafla er vikið að vísindum Rómverja og Araba, en einkum þó miðaldakristninnar. Er hér einkum athyglisverð - og gagnleg til skilnings á síðari þróun - lýsing Þorsteins á þekkingarfræði síðmiðalda. Þá kemur að sjötta og síðasta kafla: „Nýöld gengur í garð“. Fjallar hann aðallega um Kóperníkus og sólmiðjukenningu hans, sem átti eftir að reyn- ast upphaf gjörbyltingar í heimsmyndarfræðum. Kaflinn hefst þó á yfirliti um samtíma Kóperníkusar, tímabil endurreisnar og siðaskipta.3 Síðan er farið yfir kenningu Kóperníkusar hægar og rækilegar en hinna fyrri lær- dómsmanna, og er hér væntanlega kominn sá blær sem ráða muni ríkjum í frásögn seinna bindisins. Og undan honum þarf síður en svo að kvarta. Eg hygg mörgum muni þykja merkilegt - og jafnvel koma á óvart - hve langt er frá því að sólmiðjukenning Kóperníkusar hafi í hans höndum feng- ið endanlegan búning. Bæði er hún í mörgum smáatriðum röng og einnig reist á rökum sem síðar voru lögð fyrir róða. En hún benti til nýrrar brautar sem - löngu seinna - átti eftir að reynast hin rétta. Atriði á borð við þetta tekst Þorsteini að draga fram á minnisstæðan hátt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.