Skírnir - 01.04.1988, Page 100
86
EYJÓLFLÍR KJALAR EMILSSON
SKÍRNIR
sínum? Eða eru siðferðilegir dómar á borð við „það er ranglátt að
refsa saklausum“ ekki bara sérkennilegur háttur á að láta í ljósi til-
finningu, líkt og maður æmtir þegar hann meiðir sig eða dæsir af
vellíðan? Eða ráðast siðferðisreglur sem einstaklingar fylgja ekki
alfarið af því hvað stuðlar að sem mestri útbreiðslu erfðavísa
þeirra?
Um þetta allt mætti auðvitað búa til heilmikið mál, sem þó verð-
ur ekki gert hér. Ég vík að þessu hérna til að hnykkja á þeirri skoð-
un minni að siðferðileg hugsun og umræða um þau mál sem hér eru
til umfjöllunar eigi fyllsta rétt á sér og að hana beri að taka alvar-
lega. Þetta væri raunar með öllu óþarft, ef það væri ekki alltítt að
fólk teldi sig aðhyllast einhverja skoðun á siðferði á borð við þær
sem ég var að rekja. Mörgum lesendum mun ljóst að þessar
skoðanir á siðferði eru einfölduð samantekt á nokkrum vel þekkt-
um kenningum. Þótt ólíkar séu, eiga þær það sammerkt að vilja
gera úr siðferðinu eitthvað annað en það sýnist vera, smætta það í
eitthvað annað en það er. Eg held raunar að heilmikið vit sé í sum-
um þeirra, en ekki í neinni alhæfðri mynd af því tagi sem birtist hér
að ofan. Segjum til dæmis að í hversdagslegri rökræðu þar sem
móðurást kemur við sögu séu svofelld orð látin falla: „Þetta seg-
irðu nú bara af því að þú ert kona; konur eru yfirleitt þannig gerðar
að þær fá alls konar tilhneigingar, tilfinningar og hugmyndir sem
við getum sett undir einn hatt sem móðurást eða móðurkennd. En
þegar grannt er skoðað kemur í ljós að þessi viðhorf skýrast af því
að konurnar eru bara að vernda genin sín eins og aðrir.“ Hér væri
sem sagt komin meint orsakaskýring á skoðunum viðmælandans,
sem firrir hann ábyrgð á þeim og ómerkir þær um leið. Meinið við
að afgreiða siðferðisskoðanir almennt á þennan hátt eða hliðstæðan
er að með því er okkur boðið að taka upp einhvers konar mann-
skilning sem enginn getur sætt sig við í raun og ekki heldur notað
í raun. Hrein siðferðileg sjónarmið smeygja sér alltaf inn um bak-
dyrnar hjá okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Skyldi ekki
vera hliðstæð skýring á skoðunum karlmannsins í rökræðunni?
Myndi hún ekki hugsanlega ómerkja það sem hann sagði um móð-
urástina?
Sem sagt, það er engin leið til þess að víkja siðferðilegum spurn-
ingum til hliðar, og á þetta jafnt við um hernað og hversdagslífið.