Skírnir - 01.04.1988, Page 118
104
HANNES JÓNSSON
SKÍRNIR
urðu að taka örlagaríka ákvörðun um það, hvort þeir stæðu með
lýðræðisríkjunum eða öxulveldum nasisma og fasisma árið 1941,
var ekkert hik á mönnum. Akvörðunin var tekin með yfirgnæfandi
þingmeirihluta og jafnframt bundinn endi á hlutleysisstefnuna frá
1918. Á sama hátt tók ríkisstjórnin og yfirgnæfandi meirihluti Al-
þingis 30. mars 1949 þá ákvörðun, að Island gerðist aðili að
Atlantshafsbandalaginu.
I báðum tilfellunum, 1941 og 1949, var valið að verulegu leyti
byggt á pólitískum hugsjónum og menningarerfðum Islendinga,
sem þeir áttu sameiginlega með vestrænu lýðræðisríkjunum.
Atlantshafsbandalagið var stofnað til þess að verja þessar sameigin-
legu pólitísku erfðir svo og til þess að verja sjálfstæði, fullveldi og
yfirráðarétt lýðræðisríkjanna yfir landssvæði sínu. Reynsla Islend-
inga í seinni heimsstyrjöldinni hafði sýnt það ótvírætt, að við gát-
um ekki vænst afskiptaleysis annarra ríkja í meiriháttar stríðsátök-
um. Hernaðarlegt mikilvægi íslands gerði það að verkum, að báðir
aðilar í átökum mundu reyna að koma sér upp varnar- ef ekki árás-
arstöðvum á íslandi með samningum eða ofbeldi. Leiðandi stjórn-
málaforingjar á íslandi sáu þetta mætavel 1949. Þeir sáu jafnframt,
að þeir höfðu tækifæri til þess að velja sína bandamenn. í þágu eigin
öryggis tók ísland enn á ný ákveðna afstöðu með vestrænu lýð-
ræðisríkjunum í varnaraðgerðum þeirra, nú gegn ógnun og út-
þenslu Sovétríkjanna og hugmyndafræði þeirra, kommúnisman-
um, og gerðist stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu.
Samningavidrœður um varnarlið á íslandi 1951
Allt frá því að ísland gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu árið
1949 og fram til 1951 var að forminu til enginn erlendur her í land-
inu. Bandarísk flugfélög höfðu tekið við Keflavíkurstöðinni af
hernum með Keflavíkursamningnum árið 1946 og síðan höfðu að
forminu til ekki verið bandarískar hersveitir á Islandi. Hér var í
raun komin til framkvæmda gömul bresk hugmynd um að „hyggi-
legast væri fyrir vesturveldin að tryggja fótfestu sína á Islandi og
Asoreyjum með rekstri flugvalla fyrir flugfarþega“. Bretar litu
enda svo á og fóru ekki leynt með fyrir Bandaríkjamönnum síðari