Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1988, Side 216

Skírnir - 01.04.1988, Side 216
202 PÉTUR GUNNARSSON SKÍRNIR draga lesandann gegn um heilmikið pensúm af goðafræði. Stundum ork- uðu hofgyðjukaflarnir á mig eins og óskylt efni, já truflun í æsilegri sögu. Stundum eins og fyrir mistök í bókbandi hefðu bundist saman arkir úr tveimur ólíkum verkum: nútímaskáldsögu og vel stíluðu textaúrvali í goðafræði. Mér fór eins og fleiri lesendum Gunnlaðarsögu að ég tók að sleppa „goðafræðinni" og lesa „söguna“ ótruflaða, með þeim ásetningi að lesa goðafræðina síðar í málið. En jafnvel eftir yfirlegu er ég ekki sannfærð- ur um að hofgyðjukaflarnir eigi hér heima. Þeir halda áfram að birtast mér sem ljóðrænir minnispunktar fyrir skáldsögu. Og það eru fleiri formspurningar sem vakna við lesturinn. Ytri tími sögunnar er flugferðin frá Kastrúp til Keflavíkur, upprifjun í huga konunn- ar á leið til mannsins. I þrígang erum við minnt á veru konunnar í vélinni sem lýkur með ávarpi flugfreyju: Góðir farþegar... En hefði sagan þá ekki þurft að reiðast fram í hugsanaflæði, hugrenningum sögumanns í stað þeirrar skýrslukenndu frásagnar sem Gunnlaðarsaga hneigist til? Og með flugvélabúning sögunnar í huga verða hofgyðjuinnskotin enn fjær lagi. Hvað eftir annað þarf lesandinn að klóra sér í kollinum og marg- lesa efni sem stendur alveg fyrir utan söguþráðinn, í þeim einum tilgangi að vita hver er að tala, hvað á við hvern, hvað snýr upp og hvað niður. Er Dís að miðla móðurinni reynslu sinni í fyrirlestraformi þar sem hún er stödd í fangaklefa? Og hvernig rata þeir lestrar inn í upprifjun móðurinnar í flug- vélinni? Nú er skáldsögulesandi áreiðanlega það fyrirbæri sem valtast er að biðja um greiða, hvað þá að setja honum fyrir heimanám. Hér er einfaldlega komið að hinum heimsfrægu takmörkunum skáldsögunnar. Og hér er líka sístæður vandi höfundar í þá veru hvernig megi miðla efni. Öll þau dýr- mæti sem rekur á fjörur hans í efnisöflun og úrvinnslu - hvað nær hann að ferja mikið af því yfir til lesandans? Hér eru í gildi reglur sem eru ábyggi- lega ennþá strangari en reglur flugfélaganna um yfirvigt. Það er spurning hvort Svava er ekki með of mikinn handfarangur þar sem hofgyðjuefnið er. Aftur á móti rís bókin iðulega hæst þegar tekst að kveikja saman goðsögu og skáldsögu. Dæmi um heppnað samtal þessara tveggja er fundur frúarinnar við fólkið á kránni, kráin þar sem mjöður nú- tímans er framreiddur, ferð sögumanns um eiturlyfjahelvíti stórborgarinn- ar þar sem goðsaga og skáldsaga haldast í hendur og vefjast saman. Há- punktur þessarar samvinnu er ef til vill Tjernobylglæpurinn og þau ragna- rök sem svífa yfir vötnum í kjölfarið og árétta þrot hámarksgróða- hyggjunnar. Það er athyglisvert, að þrátt fyrir alvarleg tíðindi bókarinnar og umfjöll- unarefni sem eru frekar á fótinn, þá er Gunnlaðarsaga full af húmor. Þar skiptir sköpum hin frábæra Anna sem er svo gagnger andstæða tildurfrúar- innar í upphafi bókar. Anna gefur sögumanni bæði jarðsamband og það sem meira er um vert: vellulausa mannlega hlýju. Og yfirleitt magnar öll sú þjóð sem gistir krána verkið lífi, kannski af því að hún hefur til að bera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.