Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 40
40
Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson
• Að stuðla að einbeitingu, iðjusemi,
stöðugleika og þolinmæði
• Að stuðla að auknum líkamlegum styrk
• Að ná leikni í meðferð verkfæra
• Að vinna nákvæmt verk og búa til nyt-
samlegar afurðir
(Thorbjörnsson, 1990).
Kennsla Salomons byggðist á verkefna-
yfirferð frá hinu einfalda til hins flókna.
Nemendur fengu teikningar og líkön til
þess að vinna eftir, sem urðu erfiðari eftir
því sem færni þeirra jókst. Líkönin gátu
líka verið mismunandi eftir ólíkum þörf-
um nemandans (Thorbjörnsson, 1990).
Salomon lagði mikla áherslu á líkams-
þjálfun nemenda sinna með verklegri
vinnu þeirra á námskeiðunum og til-
einkun réttra vinnustellinga. Nemendur
voru til dæmis látnir hefla í takt og skipta
um hönd á hálftíma fresti ef verið var að
saga eða bora mikið, til þess að þjálfa jafnt
hægri og vinstri hluta líkamans (Kjosavik,
2001).
Trésmíðanámskeiðin voru bæði sótt af
konum og körlum og voru hóparnir hafðir
blandaðir. Salomon taldi mikilvægt að
mennta konur jafnt sem karla í slöjd og
ekki var gerður greinarmunur á kynjum.
Sagt er að ætíð hafi ríkt góður andi í tré-
smíðasalnum meðan á vinnunni stóð. Allt
að 40% nemenda voru konur (Thorbjörns-
son, 1990). Nemendur lærðu að nota ýmis
verkfæri og byrjað var á notkun þeirra
einföldustu. Smíðalíkön og smíðaaðferðir
voru tölusett í samræmi við þyngdarstig
þeirra. Þegar t.d. var unnið með líkan nr.
1 (handfang á bursta) var aðferðum 1 og 2
beitt (að saga langsum og þversum). Þegar
unnið var með líkan nr. 2 (pennastatíf) var
aðferðum 3 og 4 beitt til viðbótar (að saga
og þjala). Þegar nemandinn hafði unnið að
síðasta líkaninu í verkefnaröðinni, sem var
nr. 40 (borð), hafði öllum 24 aðferðunum
verið beitt (Thorbjörnsson, 2000). Upp úr
1910 fór kennslan að breytast. Í stað þess
að smíða eingöngu eftir föstum fyrir-
myndum fengu nemendur nú að hluta til
frjálst verkefnaval (Hartman o.fl., 1995).
Að námskeiðunum loknum voru verk-
efnin síðan metin til einkunnar.
3. mynd: Mikil áhersla var lögð á rétta líkamsbeitingu og nemendum sýndar skýringarmyndir
þeim til glöggvunar, eins og þessar myndir úr kennarahandbók Salomons (1892b).