Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 85

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 85
85 Yager og náttúruvísindaleikurinn ana, setja fram tilgátur og prófa þær“ og að nemendur gerðu sér „grein fyrir gildi vísinda og vísindaiðkana“ (Menntamála- ráðuneytið, 1976, bls. 5). Meginkafli heftis- ins um námsmarkmið stóð líklega undir þeim væntingum nefndarinnar frá 1968 að sniðganga „hagnýt“ atriði er mörkuðust af „þjóðfélagi í kyrrstöðu“. Námið skyldi meðal annars miða að því að nemendur lærðu að fara með mælitæki og nota þau á réttan hátt. Í 7. – 9. bekk var markmiðum skipað í sjö flokka, þ.e. mælingar á lengd og tíma, sérkenni efna, flokkun efna eftir samsetningu með tilliti til atómlíkansins, varmafræði, aflfræði, bylgjufræði og raf- fræði. Í köflum um námsefni, kennsluað- ferðir og námsmat bar í raun allt að sama brunni, nemendur skyldu læra að vinna saman að lausn verkefna, áhersla var lögð á rétta notkun tækja og efna og að lokn- um tilraunum skyldi taka upp umræður: „Nemendur gera grein fyrir niðurstöðum sínum og bera þær saman við niðurstöður annarra, frávik eru skýrð, meðaltöl tekin, lögmál og reglur myndaðar út frá niður- stöðum bekkjarins o.s.frv.“ (Menntamála- ráðuneytið, 1976, bls. 15). Yager og STS-áherslan Við lok sjöunda áratugar síðustu aldar fjölgaði þeim sem gerðu sér grein fyrir veikleikum nývísindabylgjunnar, nátt- úruvísindaleiksins sem Robert E. Yager nefndi svo. Því tímabili sem við tók lýsti George E. DeBoer (1991) sem tíma vísinda- læsis, vísinda fyrir alla, tíma hinnar nýju framsæknistefnu (e. new progressivism) og STS með áherslu á mannúðargildi (e. humanistic values). Framlag Yagers fólst einkum í gagnrýni á fræðigreinamið- aða námskrá, sem hann taldi að ætti að víkja fyrir hinni samfélagslegu áherslu. En einmitt það sjónarmið, samfélagslega tengingin, olli titringi meðal sérfræðinga í náttúrufræðimenntun. Titill greinar sem Yager skrifaði ásamt Avi Hofstein (Hof- stein og Yager, 1982) var í raun lýsandi fyrir þær hugmyndir sem hér voru settar fram: „Samfélagsleg málefni sem grund- völlur skipulags náttúrufræðimenntunar 9. áratugarins“. Upphófust nú ritdeilur milli þeirra Hofsteins og Yagers annars vegar og hins vegar þeirra sem óttuðust að inntak vísindanna myndi þynnast út á kostnað félagslegra sjónarmiða (DeBoer, 1991). Í raun má segja að þar hafi mæst stálin stinn, annars vegar gagnrýni Yagers á „náttúruvísindaleikinn“, „umbótaleik sjöunda áratugarins“ og hins vegar sjón- armið sem enn höfðu dágóðan byr þá og hafa enn, þ.e. sjónarmið fræðigreinamið- aðrar námskrár. Yager starfaði sem kennari og síðar pró- fessor á sviði náttúruvísindamenntunar við Iowa-háskóla í Bandaríkjunum í rúm 50 ár. Grunnmenntun hans var líffræði og framan af lét hann sig meðal annars varða stöðu líffræði sem námssviðs í almenna skólakerfinu (Yager, 1982). En mestan hluta starfsævinnar hefur athygli hans beinst að heildstæðri náttúruvísindamenntun með svonefnda STS-áherslu að leiðarljósi eins og áður var getið. Hann hefur ritað bæði greinar og bækur um það efni (Sjá t.d. Hof- stein og Yager, 1982; Yager 1992, 1996, 2004; Yager og Tamir, 1993). Talsmenn STS miða að því að rannsaka og fjalla um hlutverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.