Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 85
85
Yager og náttúruvísindaleikurinn
ana, setja fram tilgátur og prófa þær“ og
að nemendur gerðu sér „grein fyrir gildi
vísinda og vísindaiðkana“ (Menntamála-
ráðuneytið, 1976, bls. 5). Meginkafli heftis-
ins um námsmarkmið stóð líklega undir
þeim væntingum nefndarinnar frá 1968 að
sniðganga „hagnýt“ atriði er mörkuðust
af „þjóðfélagi í kyrrstöðu“. Námið skyldi
meðal annars miða að því að nemendur
lærðu að fara með mælitæki og nota þau
á réttan hátt. Í 7. – 9. bekk var markmiðum
skipað í sjö flokka, þ.e. mælingar á lengd
og tíma, sérkenni efna, flokkun efna eftir
samsetningu með tilliti til atómlíkansins,
varmafræði, aflfræði, bylgjufræði og raf-
fræði. Í köflum um námsefni, kennsluað-
ferðir og námsmat bar í raun allt að sama
brunni, nemendur skyldu læra að vinna
saman að lausn verkefna, áhersla var lögð
á rétta notkun tækja og efna og að lokn-
um tilraunum skyldi taka upp umræður:
„Nemendur gera grein fyrir niðurstöðum
sínum og bera þær saman við niðurstöður
annarra, frávik eru skýrð, meðaltöl tekin,
lögmál og reglur myndaðar út frá niður-
stöðum bekkjarins o.s.frv.“ (Menntamála-
ráðuneytið, 1976, bls. 15).
Yager og STS-áherslan
Við lok sjöunda áratugar síðustu aldar
fjölgaði þeim sem gerðu sér grein fyrir
veikleikum nývísindabylgjunnar, nátt-
úruvísindaleiksins sem Robert E. Yager
nefndi svo. Því tímabili sem við tók lýsti
George E. DeBoer (1991) sem tíma vísinda-
læsis, vísinda fyrir alla, tíma hinnar nýju
framsæknistefnu (e. new progressivism)
og STS með áherslu á mannúðargildi (e.
humanistic values). Framlag Yagers fólst
einkum í gagnrýni á fræðigreinamið-
aða námskrá, sem hann taldi að ætti að
víkja fyrir hinni samfélagslegu áherslu.
En einmitt það sjónarmið, samfélagslega
tengingin, olli titringi meðal sérfræðinga
í náttúrufræðimenntun. Titill greinar sem
Yager skrifaði ásamt Avi Hofstein (Hof-
stein og Yager, 1982) var í raun lýsandi
fyrir þær hugmyndir sem hér voru settar
fram: „Samfélagsleg málefni sem grund-
völlur skipulags náttúrufræðimenntunar
9. áratugarins“. Upphófust nú ritdeilur
milli þeirra Hofsteins og Yagers annars
vegar og hins vegar þeirra sem óttuðust
að inntak vísindanna myndi þynnast út á
kostnað félagslegra sjónarmiða (DeBoer,
1991). Í raun má segja að þar hafi mæst
stálin stinn, annars vegar gagnrýni Yagers
á „náttúruvísindaleikinn“, „umbótaleik
sjöunda áratugarins“ og hins vegar sjón-
armið sem enn höfðu dágóðan byr þá og
hafa enn, þ.e. sjónarmið fræðigreinamið-
aðrar námskrár.
Yager starfaði sem kennari og síðar pró-
fessor á sviði náttúruvísindamenntunar
við Iowa-háskóla í Bandaríkjunum í rúm
50 ár. Grunnmenntun hans var líffræði og
framan af lét hann sig meðal annars varða
stöðu líffræði sem námssviðs í almenna
skólakerfinu (Yager, 1982). En mestan hluta
starfsævinnar hefur athygli hans beinst að
heildstæðri náttúruvísindamenntun með
svonefnda STS-áherslu að leiðarljósi eins
og áður var getið. Hann hefur ritað bæði
greinar og bækur um það efni (Sjá t.d. Hof-
stein og Yager, 1982; Yager 1992, 1996, 2004;
Yager og Tamir, 1993). Talsmenn STS miða
að því að rannsaka og fjalla um hlutverk