Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 124

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 124
124 Guðrún Alda Harðardóttir og Baldur Kristjánsson upp með börnunum það sem þau gerðu í hvert sinn og notar ljósmyndirnar þeim til glöggvunar. Júlía leggur fram efnivið fyrir börnin. Börnin skoða efniviðinn áður en þau fara að vinna með hann: „Eftir nokkra stund hvolfir Júlía úr plastpoka með efniviðnum á borðið. Nú upphefst mikil ánægja og fjör færist í hópinn. Börnin byrja á að hand- fjatla og fara að leika sér með efniviðinn.“ (Þátttökuathugun nr. 11). Júlía spyr iðulega börnin hvað þeim finnist að þau ættu að gera næst og í kjöl- far slíkra spurninga skapast umræður í hópnum. Börnin koma með nokkrar til- lögur, allt frá því að negla eða líma yfir í að sauma. „Júlía spyr hvert og eitt barn hvernig það vilji vinna úr efniviðnum og skrifar það niður. Loks eru miklar umræð- ur um það hvernig raða skuli efniviðnum saman, Júlía teiknar síðan upp hugmyndir barnanna.“ (Þátttökuathugun nr. 11). Umræða Hér er gengið út frá því að viðhorf leik- skólakennara séu meginmótunarþáttur í starfi þeirra, að viðhorfin samtvinnist gjörðum þeirra og að samskipti sem þeir eiga litist af og aðlagi sig viðhorfunum. Einnig er gert ráð fyrir því að í samræð- um um leikskólastarf leitist leikskólakenn- ari við að lýsa því sem hann telur vera æskilegt leikskólastarf (Habermas, 2007; Heider, 1988). Gert er ráð fyrir að valdefl- ing leikskólabarna snúist mikið um mann- leg samskipti barna og kennara, en ekki er hér gert ráð fyrir að leikskólakennari og leikskólabarn séu jafningjar, heldur að börnum sé auðveldað að koma að ákvörð- unum. Kennarinn hefur hið formlega vald og er sérfræðingur í leikskólafræðum; hann veitir barninu tækifæri til að hafa áhrif á og taka þátt í að taka ákvarðanir. Leikskólakennari sem stuðlar að valdefl- ingu leikskólabarna beitir þannig sam- eiginlegu valdi kennara og barns. Rannsóknarspurningarnar voru tvær, sú fyrri er eftirfarandi: Hvernig eru við- horf tveggja leikskólakennara til leikskóla- starfs og starfsaðferðir þeirra við valdefl- ingu leikskólabarna? Svarið við fyrri rannsóknarspurning- unni er í stuttu máli það að niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að báðir leikskólakennararnir leggi áherslu á að leikskólastarfið sé á forsendum barnanna og báðir leitist við að stuðla að valdeflingu barnanna. Þessar niðurstöður falla vel að eignunarkenningu Heiders (1988) og gagn- rýninni kenningu Habermas (2007). Við- horf og störf leikskólakennaranna tveggja falla vel að Barnasáttmálanum (1989) sem kveður á um rétt barna til að hafa áhrif og um tjáningarfrelsi þeirra. Auk þess falla niðurstöðurnar vel að auknum áherslum á valdeflingu leikskólabarna í opinberum gögnum hér á landi, eins og lög og nám- skrá segja til um (Lög um leikskóla nr. 48/1991, 78/1994, 90/2008; , Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011). Seinni rannsóknarspurningin var þessi: Hvernig má nýta greiningarlíkan Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og Roberts L. Selman við greiningu viðhorfa og starfsaðferða tveggja leikskólakennara við valdeflingu leikskólabarna? Eins og kemur fram hér að framan eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.