Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 124
124
Guðrún Alda Harðardóttir og Baldur Kristjánsson
upp með börnunum það sem þau gerðu í
hvert sinn og notar ljósmyndirnar þeim til
glöggvunar.
Júlía leggur fram efnivið fyrir börnin.
Börnin skoða efniviðinn áður en þau fara
að vinna með hann: „Eftir nokkra stund
hvolfir Júlía úr plastpoka með efniviðnum
á borðið. Nú upphefst mikil ánægja og fjör
færist í hópinn. Börnin byrja á að hand-
fjatla og fara að leika sér með efniviðinn.“
(Þátttökuathugun nr. 11).
Júlía spyr iðulega börnin hvað þeim
finnist að þau ættu að gera næst og í kjöl-
far slíkra spurninga skapast umræður í
hópnum. Börnin koma með nokkrar til-
lögur, allt frá því að negla eða líma yfir í
að sauma. „Júlía spyr hvert og eitt barn
hvernig það vilji vinna úr efniviðnum og
skrifar það niður. Loks eru miklar umræð-
ur um það hvernig raða skuli efniviðnum
saman, Júlía teiknar síðan upp hugmyndir
barnanna.“ (Þátttökuathugun nr. 11).
Umræða
Hér er gengið út frá því að viðhorf leik-
skólakennara séu meginmótunarþáttur
í starfi þeirra, að viðhorfin samtvinnist
gjörðum þeirra og að samskipti sem þeir
eiga litist af og aðlagi sig viðhorfunum.
Einnig er gert ráð fyrir því að í samræð-
um um leikskólastarf leitist leikskólakenn-
ari við að lýsa því sem hann telur vera
æskilegt leikskólastarf (Habermas, 2007;
Heider, 1988). Gert er ráð fyrir að valdefl-
ing leikskólabarna snúist mikið um mann-
leg samskipti barna og kennara, en ekki
er hér gert ráð fyrir að leikskólakennari
og leikskólabarn séu jafningjar, heldur að
börnum sé auðveldað að koma að ákvörð-
unum. Kennarinn hefur hið formlega vald
og er sérfræðingur í leikskólafræðum;
hann veitir barninu tækifæri til að hafa
áhrif á og taka þátt í að taka ákvarðanir.
Leikskólakennari sem stuðlar að valdefl-
ingu leikskólabarna beitir þannig sam-
eiginlegu valdi kennara og barns.
Rannsóknarspurningarnar voru tvær,
sú fyrri er eftirfarandi: Hvernig eru við-
horf tveggja leikskólakennara til leikskóla-
starfs og starfsaðferðir þeirra við valdefl-
ingu leikskólabarna?
Svarið við fyrri rannsóknarspurning-
unni er í stuttu máli það að niðurstöður
rannsóknarinnar benda til þess að báðir
leikskólakennararnir leggi áherslu á að
leikskólastarfið sé á forsendum barnanna
og báðir leitist við að stuðla að valdeflingu
barnanna. Þessar niðurstöður falla vel að
eignunarkenningu Heiders (1988) og gagn-
rýninni kenningu Habermas (2007). Við-
horf og störf leikskólakennaranna tveggja
falla vel að Barnasáttmálanum (1989) sem
kveður á um rétt barna til að hafa áhrif og
um tjáningarfrelsi þeirra. Auk þess falla
niðurstöðurnar vel að auknum áherslum
á valdeflingu leikskólabarna í opinberum
gögnum hér á landi, eins og lög og nám-
skrá segja til um (Lög um leikskóla nr.
48/1991, 78/1994, 90/2008; , Mennta- og
menningarmálaráðuneytið, 2011).
Seinni rannsóknarspurningin var þessi:
Hvernig má nýta greiningarlíkan Sigrúnar
Aðalbjarnardóttur og Roberts L. Selman
við greiningu viðhorfa og starfsaðferða
tveggja leikskólakennara við valdeflingu
leikskólabarna?
Eins og kemur fram hér að framan eru