Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 82

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 82
82 Meyvant Þórólfsson námskrár sem Bruner (1966) vakti athygli á og fólst í því að hugtök og hugmyndir birtust nemendum endurtekið, en í hvert sinn í slíkri mynd að það reyndi á dýpri skilning eftir því sem ofar dró. Síðast en ekki síst var hér um að ræða víða sýn á sögu og þróun mannsins sem lífveru á jörðinni. Í stað afmarkaðs inntaks, t.d. um sögu lands og þjóðar á ákveðnum tímum, eins og tíðkast hafði áður, skyldi nú efla hjá nemendum gagnrýna og vísindalega hugsun, vekja spurningar og opna sýn á samhengi hlutanna fremur en að taka því sem gefnu er stæði í kennslubókum. Þarna var sannarlega á ferðinni einlægur vilji til að vekja nemendur til djúpstæðrar vitundar um eigin stöðu í samhengi við lífið á jörðinni. En ekki verður annað séð en að félags- og mannvísindaleikurinn, MACOS, hafi verið frábrugðinn náttúru- vísindaleiknum í einu mikilvægu tilliti. Þar var gert ráð fyrir að nemendur tækju fullan þátt frá upphafi til enda, enda mátti ljóst vera að aðferðir í félags- og mann- vísindum voru annars eðlis en aðferðir í náttúruvísindum: Aðferðir í samfélagsfræði hljóta einnig að mótast nokkuð af því að rétt svör við spurningum um samfélagið eru ekki til á sama hátt og rétt svör t.d. í eðlis- og efnafræði þar sem kennarinn getur oft leitt nemendur sína til einnar viðurkenndrar nið- urstöðu (Menntamálaráðuneytið, 1977, bls. 11). Þarna má segja að námskrárhöfundar hafi hitt naglann á höfuðið: „ … þar sem kennarinn getur oft leitt nemendur sína til einnar viðurkenndrar niðurstöðu [í eðlis- og efnafræði].“ Þessi orð snerta nefnilega kjarnann í því sem Yager átti við með hinum leyndardómsfulla leik alvöruvís- inda: Fræðimenn og vísindamenn lögðu línurnar, kennarar voru sérfræðingar í að miðla inntakinu og leiða nýgræðingana til einnar viðurkenndrar niðurstöðu. Hugmyndirnar að baki MACOS höfðu töluverð áhrif á námskrárþróun í Banda- ríkjunum með útgáfu margvíslegra náms- gagna og samþættingu námssviða. Þær náðu einnig fótfestu í Englandi með The Humanities Curriculum Project (Stenhouse, 1975). Vissulega skutu svipaðar hugmynd- ir upp kollinum annars staðar, einnig hér- lendis í námskrár- og námsgagnagerð. Hugmyndir Taba, Bruners og Stenhouse mótuðu töluvert starfið í skólarannsókna- deild menntamálaráðuneytisins undir forystu Wolfgangs Edelstein, einkum starf samfélagsfræðihópsins svokallaða á árunum 1974 til 1984 (Gunnar E. Finn- bogason, 1995; Ingólfur Á. Jóhannesson, 1991; Þorsteinn Gunnarsson, 1990;). En ekki er eins ljóst hver áhrif MACOS urðu hérlendis í reynd, þ.e. á vettvangi skóla- starfs. Ef marka má umræðuna við lok þessa tímabils, það er tíma sem kallaður var „söguskammdegið“, virðast áhrifin þó hafa orðið allnokkur, sbr. fræga fyrir- sögn í dagblöðum: „Snorra Sturluson eða samfélag bavíana?“ (Sighvatur Björgvins- son, 1983). Náttúruvísindaleikurinn berst til Íslands Hin róttæka umbreyting á sviði náttúru- vísinda, nýi náttúruvísindaleikurinn sem Yager nefndi svo, náði hins vegar miklu meiri útbreiðslu og áhrifum en MACOS. Meira að segja hefur verið bent á að áhrif- anna gæti enn nú á dögum, um hálfri öld síðar (Akker, 2003; Turner, 2008). Hin snöggu þáttaskil í skólasögu, sem lýst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.