Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 15

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 15
15 Rauntengsl eða merkingartengsl? félagsvísinda beinist ekki að rauntengslum yfirhöfuð heldur merkingartengslum. Í framhaldinu verða þær hugmyndir svo yfirfærðar á rannsóknarefnið „námshvöt og sjálfsagi íslenskra ungmenna“; enda lætur það efni í té hentugt dæmi um beit- ingu þessara hugmynda á hagnýtan máta á menntavettvanginum. Millileið merkingar? Smedslund, Wittgenstein og Winch Í hverri fræðigrein eru til sérvillingar sem neita að fylgja leikreglunum. Í félagsvísind- um er einn hinn þekktasti þeirra sálfræð- ingurinn Jan Smedslund sem á ofanverðri 20. öld ögraði sjálfgefnum sannindum vettvangsins. Helsta kenning hans var sú að svokölluð rauntengsl milli breyta, sem sálfræðingar leituðu að og þættust finna, væru oftar en ekki merkingartengsl hug- taka í hversdagslegu máli – og að sálfræð- ingar væru þannig upp til hópa „gervi- empíristar“ (Smedslund, 1991). Þekktasta einstaka dæmi Smedslunds (1978) er af kenningu Alberts Bandura um samband milli sjálfstrausts eða trúar á getu sína (e. self-efficacy) og árangurs í námi, starfi og lífi. Smedslund benti meðal annars á að einn meintur aðgerðarþáttur „trúar á eigin getu“ á sviði x sé viljinn til að reyna að halda áfram að framkvæma verk á sviði x jafnvel þegar maður á við mótlæti að stríða. En það eru ekki rauntengsl heldur röktengsl milli þess að reyna x og takast x: Manni tekst nefnilega ekkert nema maður reyni! Það eru því í besta falli ýkjur að segja að trú á eigin getu „auki líkurnar á“ árangri – trúin „er“ sem slík hluti af árangrinum. Í nýlegri íslenskri BS-ritgerð í sálfræði er kenningu Smedslunds beitt á afar hug- vitssamlegan hátt gegn kenningu jákvæða sálfræðingsins Barböru Fredrickson (2009) um sérstakt gildi „sældartilfinninga“ (það er tilfinninga sem fela í sér ánægjukennd; e. positive emotions) við að byggja upp og víkka út sálræna hæfileika (m.a. til náms). Fredrickson þykist hafa komist að þessu með víðtækum reynslurannsóknum og leggur meðal annars til, í ljósi þeirra, að kennarar reyni að auka vægi sældar- tilfinninga í skólastofunni svo að meira árangursríkt nám eigi sér stað. Bergþóra Snæbjörnsdóttir (2010) fer hins vegar ræki- lega í saumana á þeim tilfinningum sem Fredrickson vegsamar, svo sem vongleði (e. hopefulness), og sýnir fram á að þar sem tilfinningar séu ekki einberar kenndir, heldur feli líka í sér skoðanir, langanir og tilhneigingar til athafna, þá sé barnalegt að þykjast finna raunsamband milli tilfinn- ingar sem kenndar og tiltekinna sálrænna hæfileika. Sá sem er vongóður hefur það þannig ekki aðeins fram yfir hinn von- daufa að finna til annarrar innri kenndar heldur felur hugtakið „vongleði“ í sér að sá sem upplifir tilfinninguna bregst við á annan og uppbyggilegri hátt en hinn von- daufi. Það kemur því naumast á óvart, svo að dæmi sé tekið, að hinn vonglaði haldi áfram að reyna að skilja reikningsdæmi þegar sá vondaufi gefst upp. Rétt er að taka fram, til að fyrirbyggja allan misskilning, að röktengslakenningu Smedslunds var ekki ætlað að salla niður sálfræðilíkön á borð við sjálfstraustskenn- ingu Bandura – þótt svo megi skilja af við- brögðum sumra kollega hans við þeim. Þvert á móti taldi Smedslund slík líkön afar þörf til að leiða í ljós merkingartengsl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.