Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 7

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 7
7 Í þessu tölublaði TUM birtast nú eingöngu ritrýndar greinar. Ekki var hægt að koma nema átta greinum fyrir og varð því ritstjórn að hafna mörgum þar sem framboð góðra greina er nú, og hefur verið undanfarin ár, mun meira en svo að þær komist allar fyrir í hefti af viðráðanlegri stærð. Ritstjórn hefur, í samstarfi við höfunda, lagt metnað í að gera þær greinar sem valdar voru svo vel úr garði sem kostur er. Í rannsóknarskýrslum birtast á stundum allvíðtækar ályktanir um skólastarf sem dregnar eru af viðtölum við fólk. Rannsakendur sem beita viðtölum við gagnaöflun þurfa að átta sig á því að með þeirri aðferð finna þeir ekki „raunveruleikann“ heldur túlkun viðmælanda á honum; þeir finna merkingu. Um þetta, meðal annars, fjallar fyrsta greinin í ritinu að þessu sinni. Gunnlaugur Sigurðsson og Kristján Kristjánsson gagn- rýna þar þá skiptingu milli megindlegra og eigindlegra rannsóknaraðferða sem nú er svo algeng. Í staðinn greina þeir á milli rauntengsla, sem þeir halda fram að báðir þessir kostir feli í sér, og merkingartengsla í anda Heideggers og Winch. Umfjöllun þeirra er áhugavert og tímabært framlag í allt of litla umræðu um aðferðafræði í menntarann- sóknum hér á landi. Önnur greinin rekur upphaf uppeldislegrar smíðakennslu, „slöjd“, á Íslandi. Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson, sem báðir hafa verið smíðakennarar í grunnskóla en eru nú háskólakennarar í hönnun og smíði, fjalla um upphafsmenn greinarinnar í Skandinavíu og hérlendis í upphafi tuttugustu aldar. Þetta er athyglisverð saga, byggð á frumgögnum sem þeir félagar hafa aflað erlendis. Fjöldi persónulegra ljósmynda með greininni gera hana enn áhugaverðari. Vert er að hugleiða í þessu samhengi uppeldis- legt gildi verkgreina og að vegur þeirra í skólastarfi hér á landi virðist lítið hafa vænkast undanfarna áratugi. Kristín Bjarnadóttir skrifar um sögu stærðfræðimenntunar, í þetta sinn um tilraunina með „Nýju stærðfræðina“ sem kennd var við Agnete Bundgaard og innleidd var í ís- lenska barnaskóla á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Að sögn Kristínar má rekja upphaf menntunarfræði stærðfræði til eftirmála nýstærðfræðinnar. Rannsókn hennar beinist að því hvernig efnið, sem beið hvarvetna skipbrot þar sem það var innleitt í barnaskólum, var kynnt fyrir kennurum, foreldrum og almenningi og hver viðbrögðin urðu. Hún bendir á ýmislegt sem betur hefði mátt fara til að koma í veg fyrir skipbrotið og hvað læra megi af þessari tilraun til umbóta á skólastarfi. Meyvant Þórólfsson fjallar um menntun grunnskólanema í „náttúruvísindum“. FRÁ RITSTJÓRA Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 9, 2012, 7–10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.