Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 154

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 154
154 Hagnýtt gildi: Sagt er frá einstaklingsmiðuðum stuðningsáætlunum byggðum á virknimati sem geta dregið úr langvarandi hegðunarerfiðleikum grunnskólanemenda. Hjá þremur af fjórum þátttakendum rannsóknarinnar minnkaði truflandi hegðun um 89% að meðaltali. Þrátt fyrir stighækkandi viðmið um frammistöðu hélst tíðni truflandi hegðunar áfram lág, jafnvel eftir að notkun hvatningarkerfis lauk. Einnig urðu aðrar jákvæðar breytingar á hegðun þriggja af fjórum þátttakendum. Guðrún Björg Ragnarsdóttir og Anna-Lind Pétursdóttir Þegar hegðun er á skjön við það sem almennt tíðkast meðal jafnaldra eða er metin óþolandi innan samfélagsins er talað um hegðunaerfiðleika. Þá er átt við hegðun sem álitin er ógn við stöðugleika, öryggi og gildi samfélagsins (Kauffman, 2005). Oft er miðað við að erfið hegðun hafi varað í langan tíma og hafi truflandi áhrif á daglegt líf einstaklingsins, svo sem námsárangur eða samskipti við aðra, eigi hún að flokkast sem hegðunarerfiðleikar (Smith, Polloway, Patton og Dowdy, 2001). Rannsóknir hafa sýnt að 2 til 22% barna eru álitin eiga í hegðunarerfiðleikum, breytilegt eftir skólum og matsaðilum, en meðaltalið liggur milli 7 og 8% (Anna Kristín Sigurðardóttir, 1996; Ingvar Sigur- geirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006; Smith o.fl., 2001). Brýn þörf er fyrir ár- angursríka íhlutun því horfur barna með hegðunarerfiðleika eru slæmar, bæði í námi og félagslega (Bradley, Doolittle og Bartolotta, 2008). Aðferðir til að takast á við hegðunarerfiðleika Margs konar úrræði hafa verið notuð í grunnskólum hérlendis til að takast á við hegðunarerfiðleika nemenda. Má þar nefna námsver eða sérskóla sem ætlað er að styrkja félags- og samskiptahæfni nem- enda (Brúarskóli, 2012). Einnig hafa verið innleiddar heildstæðar aðferðir til að fyrir- byggja og takast á við erfiða hegðun. Ein slík er heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun (School-wide Positive Behavior Support, SW-PBS) þar sem ýtt er undir við- eigandi hegðun nemenda með stigskipt- um aðferðum til að mæta ólíkum þörfum þeirra (Horner, Sugai og Anderson, 2010; Sprague og Golly, 2004/2008). SMT-skóla- færni er hafnfirsk útfærsla á heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun (Anna Björnsdóttir og Margrét Sigmarsdóttir, 2009) þar sem notaðar eru styðjandi upp- eldisaðferðir þróaðar af Patterson (Parent Management Training–Oregon, PMTO, Forgatch og Patterson, 2010). Rannsóknir á heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun hafa sýnt fækkun agabrota og jákvæð áhrif á námsárangur við innleiðingu vinnubragðanna (t.d. Luiselli, Putnam, Handler og Feinberg, 2005). Rannsóknir benda einnig til þess að aðferðin geti dregið úr langvarandi hegð- unarerfiðleikum nemenda og haft jákvæð langtímaáhrif (Horner o.fl., 2010; Luiselli, Putnam og Sunderland, 2002; McCurdy, Manella og Eldridge, 2003; Taylor-Greene og Kartub, 2000). Hérlendis bendir nýleg rannsókn á áhrifum heildstæðs stuðnings við jákvæða hegðun með PMTO-aðferð- inni til svipaðra áhrifa (Anna Björnsdóttir og Margrét Sigmarsdóttir, 2009).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.