Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 67

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 67
67 Nýja stærðfræðin í barnaskólum varpið hefði komið þar til aðstoðar og flutt foreldrum fræðslu svo að þeir hefðu ein- hverja hugmynd um hvernig börnin ættu nú að reikna. Þetta hefði verið í fyrsta en ekki síðasta sinn sem sjónvarpið kæmi beint við sögu fræðslumála. Sjónvarps- kennsla fyrir skólana væri eitt af málum næstu framtíðar en dýrt eins og flest það sem til merkrar nýjungar teldist á þessu sviði (Benedikt Gröndal, 1968). Ríkis- stjórnin beitti þannig sjónvarpskennslu til varnar gegn gagnrýni um langvinna stöðnun í fræðslumálum. Morgunblaðið birti viðtal við námsefnis- höfundinn Agnete Bundgaard og sam- starfskonu hennar, Karen Plum, sem voru komnar til Íslands til að halda námskeið fyrir 65 kennara (Nýja stærðfræðin er eins og nýtt tungumál, 1970). Þá var nýja stærðfræðin kennd í 141 bekkjardeild í fyrstu fjórum bekkjum barnaskólans. Þær sögðu nýju stærðfræðina leggja megin- áherslu á að glæða skilning nemenda á eðli viðfangsefnanna og temja þeim að brjóta viðfangsefnin til mergjar. Víða erlendis hefði á undanförnum áratug verið unnið mikið tilraunastarf með kennsluverkefni byggð á hugmyndum nýju stærðfræðinn- ar. Reynsla annarra þjóða benti til þess að hugtök hennar og táknmál mundi reynast gagnlegt til að temja nemendum skýrleik í hugsun og tjáningu. Nýja stærðfræðin er eins og nýtt tungumál, gjör- ólík þeirri stærðfræði sem foreldrar nútímabarna lærðu, segir Agnete Bundgaard. – Eiga margir for- eldrar erfitt með að sætta sig við að geta ekki fylgzt nákvæmlega með því, hvað börn þeirra eru að vinna í skólanum og aðstoðað þau. En það getur komið sér illa fyrir barnið ef foreldrar þess reyna frekar af vilja en mætti að liðsinna því. Getur slíkt einungis valdið ruglingi. Þess vegna hefur verið gripið til þess ráðs að láta börnin ekki hafa nein heimaverkefni og koma jafnvel ekki heim með bækur sínar. En til þess að auka skilning foreldra á því hvað börnin eru að aðhafast, hafa verið gefnar út sérstakar bækur, sem að vísu eru ekki enn til á íslensku, þar sem nýja stærðfræðin er skýrð og ættu þær að friða foreldrana þar til sú stund rennur upp að börnin hafa öðlazt nægan skilning á verkefninu til að geta skýrt foreldrum sínum sjálf frá hvað þarna er að gerast (Nýja stærðfræðin er eins og nýtt tungumál, 1970, bls. 23). Karen Plum bætti því við að deilt hefði verið um ágæti nýju stærðfræðinnar og sagði: ... enn eiga eftir að líða mörg ár þangað til hægt verður að sanna kosti hennar, því slíkur saman- burður er erfiður. En víst er að nýja stærðfræðin kennir börnunum að hugsa rökrétt og hversu örar sem breytingar í heiminum verða, verður rökrétt hugsun ávallt nauðsynleg, og auk þess hefur það þegar sýnt sig að börnunum fellur nýja stærð- fræðin vel í geð og þau sýna mun meiri áhuga á henni en börn á sama aldri sýna sem læra eftir gömlu aðferðunum ... (Nýja stærðfræðin er eins og nýtt tungumál, 1970, bls. 23–24). Traust virðist hafa ríkt á sérfræðingum, og tortryggni gagnvart íhlutun foreldra í stærðfræðinámið var ekki einsdæmi. For- eldrar voru beðnir að varast að kenna börnum sínum að lesa þar sem því yrði sinnt af sérfræðingum í skólunum og for- eldrar máttu til dæmis ekki heimsækja börn sín á sjúkrahúsum. Sjónvarpsþættir Guðmundur Arnlaugsson sá um sautján sjónvarpsþætti um nýju stærðfræðina frá október 1967 fram í janúar 1968. Hver þáttur var 15–18 mínútur að lengd. Þætt- irnir voru sendir út á besta tíma kl. 20:50 á þriðjudögum á eftir þættinum Erlend málefni. Þetta var einungis annað árið sem sjónvarpið starfaði og útsendingar þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.