Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 144
144
Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir
Notaðar eru kennsluaðferðir leiklistar til þess að
koma til móts við ólíka nemendahópa. Þegar leik-
list er notuð í skólastarfi eiga allir nemendur jafna
möguleika á að taka þátt. Sérstaða og eiginleikar
leikrænnar reynslu bjóða upp á einstaka náms-
möguleika fyrir nemendur með frávik. Það sama
á við nýbúa.
Einn kennari sagði: „Nemendur mínir
fást við verkefni sem við skoðum saman
og ræðum ólíkar lausnir og hvernig nem-
endur með ólíkan bakgrunn leggja ólíkan
skilning í viðfangsefnin og koma með
fjölbreyttar tillögur að lausn.“ Enn annar
sagði:
Fjölbreyttar kennsluaðferðir og námsmat sem
miða bæði við einstaklingsmiðað nám og sam-
vinnu nemenda. Undirbúningur kennaranema
miðast við að þeir nái þeirri hugsun og geti fram-
kvæmt að markmið náms í grunnskóla skuli miða
við allan hópinn sem og hvern og einn nemanda.
Hvergi var þess getið í kennsluskrá að
lögð væri áhersla á að kenna kennara-
nemum að taka þarfir ólíkra nemenda til
greina við námsmat. Það kom fram í svari
eins kennara að tekið væri á þessum þætti
í námskeiðinu. Þegar kennsluskrá var
greind kom í ljós að námsmat fer fyrst og
fremst fram í formi prófa, verkefna og rit-
gerða. Því er varla hægt að segja að kenn-
aranemar kynnist fjölbreyttu námsmati af
eigin raun.
Þegar niðurstöður eru dregnar saman
má sjá að í grunnnámi grunnskólakenn-
aranema var, á þeim tíma sem rannsóknin
var gerð, ekkert námskeið í kjarna þar
sem megináhersla var lögð á skóla án að-
greiningar. Skóli án aðgreiningar var hluti
af inntaki nokkurra námskeiða en áherslan
oftast á kynningu á hugmyndafræði, lög-
um og reglugerðum. Í mörgum námskeið-
um eru kennsluhættir og inntak fjölbreytt
og nemendur búnir undir að kenna fjöl-
breyttum nemendahópum. Þau námskeið
gætu nýst kennaranemum í skóla án að-
greiningar en það fer þó eftir því hvernig
kennarar námskeiðsins fjalla um efnið.
Umræður
Þegar lýsing á námi og kennslu á MVS
HÍ er skoðuð í kennsluskrá á árunum
2009–2012 má sjá að hún er lifandi skjal
sem er í stöðugri þróun. Ný námskeið
eru mótuð, önnur tekin út og inntak nám-
skeiða er breytilegt. Þetta verður að teljast
jákvætt. Þann fyrirvara verður að hafa á
að þótt námskeið séu kynnt í kennsluskrá
er ekki víst að þau séu alltaf kennd þar
sem nemendafjöldi getur haft áhrif. Það
kemur fram í lýsingum á kennaranáminu
að það byggist á lögum og aðalnámskrá
og ganga verður út frá því að svo sé gert.
Í almennum hæfniviðmiðum grunnskóla-
kennarafræða kemur ekki fram að nem-
endur eigi að þekkja stefnu um skóla án
aðgreiningar eða þeir eigi að tileinka sér
vinnubrögð sem byggjast á henni (Háskóli
Íslands, Menntavísindasvið, 2009, 2010),
en þar sem telja má að hún sé ein af helstu
stefnum um skólamál, skipulag og fram-
kvæmd og í lögum og aðalnámskrá er
byggt á henni verður að teljast eðlilegt að
kennaranemar öðlist hæfni til að vinna
í anda hennar. Segja má að það sé í sam-
ræmi við framsetningu hæfniviðmiða sem
eru mjög víð í kennsluskrá; fyrst og fremst
er talað um að nemendur eigi að búa yfir
almennri hæfni. Ekki er lögð áhersla á að
kennaranemar búi yfir hæfni til að beita
ákveðnum kenningum eða stefnum. Ef til
vill má segja að óbeint sé vísað til skóla án
aðgreiningar með viðmiðum um að þekkja