Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 20
20
Gunnlaugur Sigurðsson og Kristján Kristjánsson
leiki sér þá svarar það gjarnan að það geri
svo vegna þess að það sé gaman. Börnum
þykir gaman að leika sér. Af því mætti
draga þá ályktun að hvöt barna til að leika
sér væri það gaman sem þau hafa af leikn-
um. En þar höfum við sennilega hrapað
að niðurstöðu. Þetta gaman barnanna er
vissulega ekki ofmælt, þau hafa gaman af
því að leika sér. Það jafngildir þó ekki því
að þau geri það sem þau gera í leiknum
til þess að hafa af því gaman: að á hverju
augnabliki miði þau að því að gera það
sem þeim finnst, hvað þá vænti, að sé
gaman. Sprautufíkill sprautar sig vegna
þess að hann væntir af því vellíðunar
en ekki vegna upplifunarinnar af nálar-
stungunni. Hún er aukaatriði. Er það sem
börnin gera í leik sambærilegt aukaatriði
miðað við það gaman sem þau hafa af því?
Ef við litum svo á að börn í leik væru
að finna upp menninguna, og tungumálið
þar með, þá gætum við orðað þetta svo að
í leik gefi börn athöfnum sínum merkingu,
móti hana í orð og setji orð sín í athöfn.
Þegar þess er gætt að börnin eru ekki að
finna upp menninguna þá er nær að segja
að þau finni huga sínum farveg í merk-
ingarbærum athöfnum og orðum. Hlut-
lægur veruleiki verður ekki merkingar-
heimur þeirra fyrir þær sakir einar að vera
efnislegur og skynrænn. Með því upp-
fyllir hann að vísu forsenduna að vera til
fyrir barninu en hlutlægur merkingarheimur
verður hann – eins og Wittgenstein og
Winch minna okkur sífellt á – sakir þeirra
tjáskipta sem barnið á um hann við aðra.
Efasemdir um rauneðli
hugtaksins námshvöt
Það er ekki víst að mikill „leikur“ sé í því að
gera þýskan stíl, eins og íslenskum fram-
haldsskólanemum er uppálagt að gera, og
óvíst hvað muni bera þá athöfn uppi and-
spænis því sem kann að vera henni mót-
drægt í huga unglings. Hvað leggst með og
hvað á móti þýska stílnum? Þetta er vissu-
lega viðfangsefni menntunarfræði eins
og hún hefur orðið til fyrir hugsun fræði-
manna og í reynsluheimi kennara og nem-
enda. Með óhjákvæmilegri einföldun má
segja að hún reki tvenna slóð sem í stöku
stað sameinast eða jafnvel víxlast. Annars
vegar slóð námshvatarinnar (e. motivation);
hins vegar sjálfsagans (eða systurhugtaka
hans, sjálfsstillingar og sjálfstjórnar; e. self-
discipline, self-regulation, self-control).
Víkjum fyrst að námshvötinni en í næsta
kafla að sjálfshugtökunum.
Á þessari vegferð hefur menntunar-
fræðin átt vaxandi samleið með aðferða-
fræði sálfræðilegra rannsókna um efnið og
látið henni eftir leiðsögnina um lendur
þess veruleika sem hugtökin taka til (sjá
t.d. Amalíu Björnsdóttur, Baldur Kristjáns-
son og Börk Hansen, 2008). Sú leiðsögn
hefur helgast af nauðsyn þess að skila
afdráttarlausum og helst mælanlegum
niðurstöðum. Rannsóknir í menntunar-
fræðum hafa því hneigst til þess að við-
fangsefnið sé tekið tökum raunvísinda á
náttúrulegum veruleika, þeim sem mynd-
aður er af rauntengslum orsaka og afleið-
inga. Frá því sjónarmiði er til dæmis rök-
rétt að gera að tilgátu sinni að unglingur
geri þýskustíla vegna þess að hann langi
til að kunna þýsku. Löngun hans til að
kunna þýsku verði honum hvöt til að læra