Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 17

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 17
17 Rauntengsl eða merkingartengsl? eins og við þekkjum hana best í merkingu orða, að hún er annars vegar til í geymd og hins vegar virk og stundleg. Hún er, sem kalla má, hægfara breytingum háð í þess- ari geymd sinni og hún er háð aðstæðum tíma, rúms og persóna í stundlegri virkni sinni. Merking orða er að verki í reynslu okkar af orðum í hvers kyns samhengi, einkum í samræðu, og hún mótast af þeirri reynslu. Merking hluta, athafna og veruleikans yfirleitt birtist í reynslu okkar af þeim og mótast af henni og tjáskiptum okkar í þeirri reynslu og um þá reynslu. Merking er þess vegna í senn einstaklings- bundin og félagsleg (eða öllu heldur ein- staklingsbundin undir ægishjálmi hins félagslega), stöðug, breytileg, í geymd og stundleg. Þrátt fyrir ómæld áhrif síð-Wittgensteins innan heimspeki og þess sem kalla mætti heimspekilega aðferðafræði gætir þeirra mun síður innan félagsvísinda. Þó ber að geta þess að póststrúktúralismi – sem oft er nefndur til sögu í aðferðafræðibókum – er undir sterkum áhrifum frá málleikjakenn- ingu Wittgensteins. En í póststrúktúral- isma er þeirri kenningu hans skeytt saman við sterka afstæðishyggju, í anda sófist- anna grísku, um að öldungis óinnangengt sé milli mismunandi málleikja, og valds- kenningu, ættaða frá Nietzsche, um að þrotlaus þrá eftir valdbeitingu einkenni félagsleg tengsl bæði innan málleikja (þar sem meirihlutinn reyni að „jaðra“ minni- hlutahópa) og milli þeirra (þar sem einn málleikur reyni að drottna yfir öðrum). Í þessu heilaga eða vanheilaga bandalagi póststrúktúralismans (eftir því hvernig á það er litið) hefur að mestu glatast hinn þerapíski aðferðafræðiþráður Wittgen- steins um að heimspekingurinn eða hinn upplýsti félagsvísindamaður geti lært á reglukerfi málleiksins, með því að gera sig innlífan því, og dregið fram innri rök þess sem oft séu leikendunum sjálfum óljós. Til þess þarf hins vegar annað og meira en einberar rannsóknir á rauntengslum eða fyrirlagnir spurningalista (sjá t.d. kenn- ingu Haybrons, 2008, um það hvernig fólki getur auðveldlega skjátlast um eigin hamingju og hvaða aðferðafræðilega þýð- ingu það hefur fyrir hamingjurannsóknir í félagsvísindum). Fimm árum eftir útkomu Heimspekirann- sókna síð-Wittgensteins gaf félagsfræð- ingurinn Peter Winch út fræga bók sína um Hugmyndina að félagsvísindum (1958; íslensk þýðing 1979). Þar heldur hann því fram að félagsvísindamönnum farnist best þegar þeir stundi merkingarafhjúpun félagslegra tengsla í anda Wittgensteins en síður þegar þeir þykist vera raunvísinda- menn. Winch leggur þunga áherslu á þann jákvæða þátt í kenningu Wittgensteins að reglur félagslegrar merkingar séu í eðli sínu sammannlegar þeim sem deila sama málleik. Allt merkingarbært atferli er félagslegt og ekki „hugsmíð“ einstaklings, jafnvel þótt gerandi þess sé einstaklingur, vegna þess að öll merkingarbærni er reglubundin og reglur eru félagslegt fyrir- bæri (1958, kafli 4.4.). En það að geta fylgt reglum þýðir líka að geta brotið þær. Hlut- verk félagsvísindamannsins – til dæmis menntunarfræðings sem hefur áhuga á árangursríku námi eða stöðu náms í reynsluheimi nemenda – er að setja sig inn í hin innri merkingarrök leikendanna (hér nemendanna) og skilja þau; en um leið að læra að skilja ástæður þeirra sem brjóta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.