Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 102
102
Greining gagna
Viðtölin voru hljóðrituð, afrituð frá orði
til orðs og síðan kóðuð og flokkuð. Því
næst voru þau færð yfir í NVivo-forritið
og flokkuð samkvæmt kóðunum. Um var
að ræða lýsandi flokkun sem fól í sér litla
túlkun. Skoðað var hvað börnin nefndu
oft, hvort ákveðin mynstur væru sjáanleg
og hvað stæði upp úr. Þegar gögnin höfðu
verið flokkuð á þennan hátt voru þau lesin
aftur og kóðuð út frá rannsóknarspurning-
unum og kenningarlegum ramma rann-
sóknarinnar. Umræður barnanna um und-
irbúning fyrir grunnskólagönguna í leik-
skólanum og væntingar þeirra um skóla-
gönguna stóðu upp úr (Graue og Walsh,
1998; Miles og Huberman, 1994).
Hugtökin réttmæti og áreiðanleiki hafa
aðra merkingu í eigindlegum rannsóknum
en í megindlegum þar sem gengið er út frá
mælingum. Þeir sem nota eigindlega að-
ferðafræði leggja áherslu á að skráning
og greining á gögnum endurspegli veru-
leikann sem verið er að rannsaka. Til-
gangurinn er ekki að komast að algildri
niðurstöðu né er gert ráð fyrir að hægt
sé að endurtaka rannsóknina og fá sömu
niðurstöður. Til að tryggja réttmæti og
áreiðanleika í þessari rannsókn lásu tveir
rannsakendur gögnin og kóðuðu þau hvor
í sínu lagi. Með því að ganga út frá mynd-
um, sem börnin sjálf tóku, í viðtölunum
fléttaðist gagnagreiningin jafnframt sam-
an við gagnaöflunina. Þannig var leitast
við að gefa börnunum færi á raunverulegri
þátttöku þar sem þau hefðu áhrif á gagna-
öflunina, greiningu og túlkun niðurstaðna
(Jóhanna Einarsdóttir, 2012).
Niðurstöður
Væntingar til grunnskólagöngunnar
Í báðum leikskólunum ræddu börnin á
jákvæðan hátt um komandi grunnskóla-
göngu og sögðust búast við að það yrði
gaman í skólanum. Þau minntust á fjöl-
breytta hluti sem þar yrði gaman að takast
á við. Gunnar var til dæmis spenntur að
fara í íþróttir og körfubolta í skólanum.
Jón taldi að það yrði gaman að læra í skól-
anum en gæti orðið erfitt fyrst, eins og
fram kemur í dæminu hér á eftir.
R: Hvernig verður í skólanum?
Jón: Sko. Það verður bara gaman.
R: Já.
Jón: Bara ekkert gaman í fyrsta skipti.
R: Nei?
Jón: Út af því að þá er maður bara – þá byrjar
kennarinn að láta mann læra.
R: Hvernig heldur þú að það verði?
Jón: Ég held kannski bara –kannski eitthvað – ég
held að það verði bara skemmtilegt.
R: Hvað heldur þú að þú eigir eftir að læra?
Jón: Svona læra um Afríku og öll löndin og svona.
Flest börnin gerðu ráð fyrir töluverðum
breytingum frá leikskóla í grunnskóla og
mörg þeirra töluðu um að þegar þau byrj-
uðu í skólanum þyrftu þau að fara að læra
fyrir alvöru. Páll taldi að miklar breytingar
færu í hönd þegar hann byrjaði í grunn-
skóla. „Það er eiginlega ekkert alveg eins
og hérna,“ sagði hann. Í báðum leikskól-
unum nefndu börnin að þau myndu læra
nýja hluti í grunnskólanum og mörg þeirra
nefndu lestur og stærðfræði.
• Sunneva sagði: „Við eigum eftir að
reikna mjög mikið. Það veit ég.“
• Árni taldi að hann myndi „… læra
stærðfræði og landafræði“.
• Hreinn sagði að það yrði öðruvísi „…
því þá þarf maður að byrja að lesa og
eitthvað“.
Jóhanna Einarsdóttir