Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 122
122
Guðrún Alda Harðardóttir og Baldur Kristjánsson
negla fleiri nagla en gaf kost á samræðum,
þó hún hafi í raun verið búin að ákveða
að gefa sig ekki með fjöldann, en börnin
fengu að velja stað fyrir naglann.
Annað dæmi er þegar Guðný lagði
áherslu á virkni barnanna í starfi með
þeim; að þau sköpuðu og flyttu verk sín
fyrir fjölmennan hóp: „Guðný segir barna-
hópnum frá því að í gær hafi fjórir strákar
verið að semja dansverk í tónlistartím-
anum og þeir ætli að sýna dansinn.“ (Þátt-
tökuathugun nr. 6).
Guðný hlustaði bæði eftir áhuga og
áhugaleysi barnanna og varpaði fram
nýjum verkefnum þegar áhugi þeirra fór
að dvína, eins og greina má í þátttökuat-
hugun í fámennri stund:
Á meðan Björg skoðar varir sínar í spegli spilar
Dísa á hljómborðið og Hanna er lögst undir borð-
ið ... með fæturna upp þannig að iljarnar snerta
borðplötuna og segir „hvenær er tíminn búinn?“
Þá spyr Guðný Hönnu og Björgu hvort þær vilji
koma til sín, hún hafi nefnilega verkefnablöð sem
þær megi gera ef þær vilja. Hanna sprettur undan
borðinu og sest á dýnuna við hlið Guðnýjar ásamt
Gunnu og Björgu en Dísa heldur áfram að spila og
prófa mismunandi hljóð. (Þátttökuathugun nr. 8).
Börnin fengu fyrirmæli frá Guðnýju,
t.d. að teikna þær nótur sem hún söng.
Guðný lagði fram verkefni fyrir börnin en
þau gátu valið hvar þau leystu verkefnin.
Í fámennri stund fengu börnin til dæmis
hvert sitt blað með nótum sem þau áttu að
vinna að; hvar þau gerðu það var þeirra
val eins og sjá má í athuguninni: „Gunna,
Hanna og Björg velja að sitja við endann á
bláu dýnunni með blöðin á gólfinu.“ (Þátt-
tökuathugun nr. 8).
Júlía leikskólakennari
Júlía birtist rannsakanda sem verklega
örugg í starfi. Hún lýsir fremur leiðum
sínum og aðferðum en markmiðum.
Júlía vísar gjarna til verkþekkingar og
verka þegar hún skýrir starf sitt, bendir á
að börnin séu upptekin af því að búa til og
skapa.
Júlía segist vera með nokkrar spurn-
ingar í huga þegar hún vinnur með
barnahópnum. Hún notar þær ekki allar,
eða eins og hún orðar það: „En þær hafa
kannski ekkert allar komist inn, akkúrat
þann daginn.“ Ef börnin eru til dæmis að
teikna hús segist hún spyrja þau hvort öll
hús séu eins. Eru öll hús með eins þök?
Síðan teikna börnin eins og þeim finnst
húsið þeirra eiga að vera. Júlía segir að
þannig nái hún hugmyndum barnanna
fram, eða eins og hún segir sjálf: „Fæ ég
náttúrulega svörin frá þeim.“
Í viðtalinu kemur fram að Júlía hlusti
eftir áhuga og áliti barnanna, til dæmis
segir hún að börnin hafi viljað ákveðna liti
í verk sem þau unnu að. Júlía hlustar eftir
skoðun barnanna og segist skrá skoðanir
þeirra, eins og hún segir: „Punkta hjá mér
hvað börnin segja og hvað þau vilja gera
meir í áframhaldandi vinnu.“ Hún segist
hafa efnivið tilbúinn fyrir hverja stund eins
langt og það nær, stundum þurfi einnig að
sækja ófyrirséðan efnivið.
Í máli Júlíu kemur fram að þó að hún
hafi sjálf ákveðnar hugmyndir um næstu
skref í verkefnavinnu barnanna hvetji hún
börnin til að koma sjálf með hugmyndir:
„Þá svona sér maður hvaða hugmyndir
þau gera sér.“ Þegar börnin komist í þrot
leiti hún út fyrir veggi leikskólans eftir
hugmyndum og tekur sem dæmi þegar
barnahópurinn var kominn í strand með