Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 79
79
Yager og náttúruvísindaleikurinn
Robert E. Yager, prófessor við Iowa-há-
skóla, tók drjúgan þátt í umbreytingum
sem áttu sér stað í náttúruvísindamenntun
á seinni hluta 20. aldar, þar sem áhersla
var lögð á heildstæða náttúruvísinda-
menntun með svonefnda STS-áherslu að
leiðarljósi (e. science–technology–society).
STS-áherslan var í raun svar við því skipu-
lagi náttúruvísindanáms sem áður hafði
tíðkast og einkenndist af áherslu á þekk-
ingu og kunnáttu í fræðigreinunum eðlis-
fræði, líffræði og efnafræði. Þessa áherslu
nefndi Yager „náttúruvísindaleikinn“ (e.
game of science), einnig „umbótaleik sjö-
unda áratugarins“ (e. reform game of the
1960s). Tilgangur þessarar greinar er að
varpa ljósi á umræddan leik og það sam-
hengi og umhverfi í menntakerfi Vestur-
landa sem hann varð til í. Einnig er fjallað
um birtingarmynd náttúruvísindaleiksins
hérlendis og aðkomu Yagers að tilraunum
til breytinga með hinni svokölluðu STS-
áherslu. Loks er fjallað um þróunina fram
á okkar daga og álitamál sem við stöndum
frammi fyrir sem látum okkur varða fram-
tíð náttúruvísindamenntunar.
Þáttaskil í vestrænni skólasögu
Um miðjan sjötta áratug 20. aldar hófust
hræringar sem má segja að hafi valdið
þáttaskilum í vestrænni skólasögu. Þær
skýrðu að nokkru leyti birtingarmynd
hins sérkennilega „náttúruvísindaleiks“
sem var í raun aldrei leikinn að mati
Yagers. Lawrence Cremin (1961) lýsti
þessum þáttaskilum sem endalokum við-
tekinnar orðræðu og verklags sem hefði
einkennt skólastarf fyrstu áratugi 20. ald-
ar. Cremin talaði í því samhengi um „við-
tekna speki“ (e. conventional wisdom)
hinnar uppeldislegu framsæknistefnu (e.
progressive education) og hnignun henn-
ar. Hugtakið hafði hann fengið að láni frá
hagfræðingnum John Kenneth Galbraith
(1958) sem hafði notað það í umfjöllun
um viðtekna speki hagvísinda á 20. öld.
Til marks um endalok hinnar uppeldis-
legu framsæknistefnu benti Cremin á að
samtökin Progressive Education Association
(PEA) hefðu lagst af árið 1955 og tímarit
þeirra, Progressive Education, tveimur árum
síðar.
Lýsingar Cremins á þessum breyt-
ingum, eins og hann setur þær fram árið
1961, má skilja sem svo að orðræða hinnar
uppeldislegu framsæknistefnu hafi verið
orðin þyrnir í augum margra. Hann tekur
svo til orða að skólamálaumræðan hafi
verið „krydduð frösum“ (e. spiced with
phrases) eins og „að viðurkenna einstak-
lingsmun“ „að tengja námið veruleika
daglegs lífs“ „að laga skólastarfið að
barninu“, „að brúa gjána milli heimilis
og skóla“, „að leggja áherslu á reynslu úr
veruleika daglegs lífs“, „að horfa á innri
áhugahvöt“, „að miða kennslu við nem-
endur, ekki námsgreinar“ og þar fram
eftir götunum (Cremin, 1961, bls. 328).
Lífsleiknitengt náttúruvísindanám (e. life
adjustment science education), sem hafði
víða eflst með áherslu á verktækni dag-
legs lífs samfara framförum í iðnaði og
tækni, var nú skyndilega litið hornauga.
Það sama átti við um félagslegt samhengi
og tengingu við daglegt líf hins almenna
borgara. Reyndar má segja að slík tengsl
hafi einmitt reynst Akkilesarhæll þess. Þau
þóttu nefnilega of fjarlæg akademískum
áherslum og sannri vísindalegri þekkingu,