Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 79

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 79
79 Yager og náttúruvísindaleikurinn Robert E. Yager, prófessor við Iowa-há- skóla, tók drjúgan þátt í umbreytingum sem áttu sér stað í náttúruvísindamenntun á seinni hluta 20. aldar, þar sem áhersla var lögð á heildstæða náttúruvísinda- menntun með svonefnda STS-áherslu að leiðarljósi (e. science–technology–society). STS-áherslan var í raun svar við því skipu- lagi náttúruvísindanáms sem áður hafði tíðkast og einkenndist af áherslu á þekk- ingu og kunnáttu í fræðigreinunum eðlis- fræði, líffræði og efnafræði. Þessa áherslu nefndi Yager „náttúruvísindaleikinn“ (e. game of science), einnig „umbótaleik sjö- unda áratugarins“ (e. reform game of the 1960s). Tilgangur þessarar greinar er að varpa ljósi á umræddan leik og það sam- hengi og umhverfi í menntakerfi Vestur- landa sem hann varð til í. Einnig er fjallað um birtingarmynd náttúruvísindaleiksins hérlendis og aðkomu Yagers að tilraunum til breytinga með hinni svokölluðu STS- áherslu. Loks er fjallað um þróunina fram á okkar daga og álitamál sem við stöndum frammi fyrir sem látum okkur varða fram- tíð náttúruvísindamenntunar. Þáttaskil í vestrænni skólasögu Um miðjan sjötta áratug 20. aldar hófust hræringar sem má segja að hafi valdið þáttaskilum í vestrænni skólasögu. Þær skýrðu að nokkru leyti birtingarmynd hins sérkennilega „náttúruvísindaleiks“ sem var í raun aldrei leikinn að mati Yagers. Lawrence Cremin (1961) lýsti þessum þáttaskilum sem endalokum við- tekinnar orðræðu og verklags sem hefði einkennt skólastarf fyrstu áratugi 20. ald- ar. Cremin talaði í því samhengi um „við- tekna speki“ (e. conventional wisdom) hinnar uppeldislegu framsæknistefnu (e. progressive education) og hnignun henn- ar. Hugtakið hafði hann fengið að láni frá hagfræðingnum John Kenneth Galbraith (1958) sem hafði notað það í umfjöllun um viðtekna speki hagvísinda á 20. öld. Til marks um endalok hinnar uppeldis- legu framsæknistefnu benti Cremin á að samtökin Progressive Education Association (PEA) hefðu lagst af árið 1955 og tímarit þeirra, Progressive Education, tveimur árum síðar. Lýsingar Cremins á þessum breyt- ingum, eins og hann setur þær fram árið 1961, má skilja sem svo að orðræða hinnar uppeldislegu framsæknistefnu hafi verið orðin þyrnir í augum margra. Hann tekur svo til orða að skólamálaumræðan hafi verið „krydduð frösum“ (e. spiced with phrases) eins og „að viðurkenna einstak- lingsmun“ „að tengja námið veruleika daglegs lífs“ „að laga skólastarfið að barninu“, „að brúa gjána milli heimilis og skóla“, „að leggja áherslu á reynslu úr veruleika daglegs lífs“, „að horfa á innri áhugahvöt“, „að miða kennslu við nem- endur, ekki námsgreinar“ og þar fram eftir götunum (Cremin, 1961, bls. 328). Lífsleiknitengt náttúruvísindanám (e. life adjustment science education), sem hafði víða eflst með áherslu á verktækni dag- legs lífs samfara framförum í iðnaði og tækni, var nú skyndilega litið hornauga. Það sama átti við um félagslegt samhengi og tengingu við daglegt líf hins almenna borgara. Reyndar má segja að slík tengsl hafi einmitt reynst Akkilesarhæll þess. Þau þóttu nefnilega of fjarlæg akademískum áherslum og sannri vísindalegri þekkingu,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.