Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 168
168
Guðrún Björg Ragnarsdóttir og Anna-Lind Pétursdóttir
Einar
Truflandi hegðun Einars á mismunandi
skeiðum rannsóknarinnar má sjá í efstu
röð á 1. mynd. Á grunnskeiði (A) mæld-
ust 5–17 tilvik um truflandi hegðun á 20
mínútna áhorfsbilum og fór fjölgandi.
Að meðaltali voru tilvik truflandi hegð-
unar fyrir íhlutun 10,8 á 20 mínútum. Við
íhlutun (B) minnkaði truflandi hegðun að
undanskildum tveimur mælingum sem
sýndu meiri truflandi hegðun en á grunn-
skeiði. Að meðaltali voru tilvik truflandi
hegðunar 10 á 20 mínútum á fyrra íhlut-
unarskeiðinu. Hlé var gert á íhlutun og
mælingum vegna breytinga sem þurfti að
gera á lyfjagjöf sökum aukaverkana. Eftir
lyfjabreytingarnar mældust 5–29 tilvik um
truflandi hegðun eða að meðaltali 13,3 á
20 mínútum. Þegar notkun hvatningar-
kerfis lauk mældust 13 tilvik um truflandi
hegðun. Litlar breytingar urðu því á tíðni
truflandi hegðunar hjá Einari við íhlutun
með einstaklingsmiðuðum stuðningsáætl-
unum.
Andri
Truflandi hegðun Andra á mismunandi
skeiðum rannsóknarinnar má sjá í annarri
röð á 1. mynd. Miklar sveiflur voru í trufl-
andi hegðun hjá honum á grunnskeiði eða
allt frá engu tilviki um truflandi hegðun í
83 tilvik á 20 mínútna áhorfsbili. Að með-
altali voru tilvik truflandi hegðunar fyrir
íhlutun 33,8 á 20 mínútum. Við íhlutun
minnkaði tíðni truflandi hegðunar niður
í 1–9 tilvik á 20 mínútum eða að meðal-
tali 4,7 tilvik. Þegar hlé var gert á notkun
hvatningarkerfis sýndi hann 3,5 tilvik
truflandi hegðunar á 20 mínútum en jafn-
framt litla námsástundun. Því var hvatn-
ingarkerfið tekið upp að nýju. Á seinna
íhlutunarskeiði var meðaltal truflandi
hegðunar 5,3 tilvik og að lokinni íhlutun
hélst meðaltal truflandi hegðunar áfram
lágt, með 6 tilvikum á 20 mínútum. Með
íhlutun hafði tíðni truflandi hegðunar
því lækkað um 92,8% frá grunnskeiði hjá
Andra. Aðlöguð áhrifsstærð reyndist d =
2,6 sem teljast sterk áhrif samkvæmt við-
miðum Cohens (1988) um að áhrifsstærð í
kringum 0,20 endurspegli veik áhrif, 0,50
miðlungsáhrif og yfir 0,80 sterk áhrif.
Birgir
Truflandi hegðun Birgis á mismunandi
skeiðum rannsóknarinnar má sjá í þriðju
röð á 1. mynd. Grunnskeiðsmælingar
sýndu miklar sveiflur í tíðni truflandi
hegðunar eða allt frá 4 tilvikum upp í 74
tilvik á 20 mínútna áhorfsbili. Að með-
taltali voru tilvik truflandi hegðunar fyrir
íhlutun 36,5 á 20 mínútum. Breytileiki
hegðunar minnkaði við íhlutun og meðal-
tal truflandi hegðunar lækkaði niður í 7,8
tilvik á 20 mínútum á íhlutunarskeiði. Þeg-
ar hlé var gert á notkun hvatningarkerfis
minnkaði truflandi hegðun áfram niður í
að meðaltali 4 tilvik á 20 mínútum. Hins
vegar reyndist Birgir vinna lítið án hvatn-
ingarkerfis og var nýrri útgáfu stuðnings-
áætlunar því hrint í framkvæmd. Á seinna
íhlutunarskeiði reyndust stundum engin
tilvik um truflandi hegðun á 20 mínútna
áhorfsbili en einn daginn 18 þegar lyfjagjöf
gleymdist. Að meðaltali reyndust tilvik
truflandi hegðunar vera 6,3 á seinna íhlut-
unarskeiði. Að lokinni íhlutun hélst tíðni
truflandi hegðunar áfram lág, eða 4 tilvik