Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 42
42
Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson
ferlinu voru kenndar samsetningar með
skrúfum, dílum, geirneglingu og kross-
fellingu. Síðast í æfingaferlinu var kennd
tækni eins og töppun. Í framhaldi af æf-
ingunum áttu nemendur að smíða hluti
eða líkön í ákveðinni röð (Salomon, 1902;
Thorbjörnsson, 1992).
Nemendurnir þurftu að hafa áhuga á
viðfangsefni sínu og skilja að verkefnin
í kerfi Nääs-skólans þjálfuðu ákveðna
handverksleikni. Þeir þurftu að geta fram-
kvæmt öll þrep vinnuferlisins til loka
verksins, í samræmi við eigin getu. Æfing-
arnar þurfti bæði að læra í réttri röð frá því
auðvelda til hins erfiðara, frá því einfalda
til hins flókna og frá því óþekkta til hins
þekkta. Leyfa átti hverjum nemanda að
vinna á eigin hraða og taka þannig fram-
förum frá einu viðfangsefni til annars.
Ekki mátti þvinga fram meiri vinnuhraða
eða hægja á nemendum til samræmis við
aðra nemendur sem unnu hægar (Salom-
on, 1902; Svenson, 2012).
Æfingakerfi Salomons var undirstaða
að gerð hluta og líkana. Gerð líkananna
átti þó að fela í sér notkun þeirra grund-
vallarlögmála sem handverkið byggðist á
og efla alhliða þroska nemendanna. Æski-
legt þótti því að greina líkönin eða smíða-
hlutina í huganum frá hinu uppeldislega
og líta einungis á hlutina sem æfingar í
hinni uppeldismiðuðu kennslu (Salomon,
1902, Svenson, 2012).
Íslenskir nemendur er tóku þátt í nám-
skeiðum í skóla Ottos Salomon í Nääs
Á árunum 1889 til 1938 stunduðu 38 Ís-
lendingar nám í skóla Ottos Salomon í
Nääs í Svíþjóð (Holm, 1942). Þar af tóku
níu þeirra þátt í námskeiðum í uppeldis-
miðaðri smíði. Sjö þeirra lærðu trésmíði og
tveir málmsmíði. Aðeins fyrstu tveir nem-
endurnir fengu þó að njóta leiðsagnar
Ot tos Salomon, sem andaðist árið 1907
(Thor björnsson, 1990). Á eftirfarandi
lista eru nöfn þessara níu Íslendinga
og getið er um starfsheiti þeirra, upp-
runa og hvaða ár þeir voru nemendur í
Nääs (Holm, 1942). Verða fyrstu þremur
nemendunum síðan gerð ítarleg skil,
þar sem þeir voru í hópi frumkvöðla
5. mynd: Kennslufræðilíkan Ottos Salomon í uppeldismiðuðu handverki, unnið út frá skipuriti
Lasaros Moreno Herrera frá 1998 (Moreno Herrera, 1998).