Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 49
49
Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu
ins. Einni slíkri sýningu er svo lýst í Nýja
kirkjublaðinu:
Skólasýningin í Barnaskóla Reykjavíkur verður
með ári hverju ásjálegri og tilkomumeiri. [...] og er
ótrúlegt hvað börnin hafa komist langt, enda þykir
þeim fátt jafnskemmtilegt [...]. Smíðar drengjanna
eru á borðunum. Kennsluaðferðin er sænsk, og
kennd við fyrirmyndarskólann í Nääs (Þórhallur
Bjarnarson, 1909, bls. 132–133).
Á Iðnsýningunni árið 1911 var svo af-
raksturinn af kennslu Matthíasar í Barna-
skóla Reykjavíkur og Kennaraskólanum
sýndur undir fyrirsögninni: „Skólasmíði
frá Kennaraskóla Íslands og Barnaskóla
Reykjavíkur“. Var framlagi Matthíasar lýst
á eftirfarandi hátt í dagblaðinu Vísi:
Á veggnum vinstra megin við gluggana: smíðis-
gripir úr tré frá Kennaraskólanum, smíðaðir síð-
astliðinn vetur af nemendum í 1. og 2. bekk; upp
yfir teikningar af gripunum. Á veggjunum eru og
smíðatól, sem notuð eru við smíðarnar. Á borð-
inu eru fyrirmyndir, sem hafðar eru við teikningu
smíðisgripanna, og reglur þær er farið er eftir við
smíðarnar. Í skáp hægra megin við borðið og á
veggjunum eru smíðisgripir þeir, sem smíðaðir
hafa verið af skólasveinum í 5.–8. bekk Barnaskóla
Reykjavíkur síðastliðinn vetur, nr. 1–21 af smíðis-
griparöð þeirri, sem kennd er við skólann á Nääs
í Svíþjóð og nú er fylgt við kennsluna í Kennara-
skólanum og Barnaskóla Reykjavíkur. Á veggj-
unum uppi yfir eru sýnishorn af teikningunum;
nemendurnir draga upp mynd af hverjum hlut
áður en þeir smíða hann (Iðnsýning skólanna,
1911, 86).
Matthíasi var lýst sem útsjónarsömum,
nostursömum, nýtnum og högum á alla
12. mynd: Matthías Þórðarson, kennari í skólasmíði og fornminjavörður, ásamt nemendum sínum á
tröppum Barnaskóla Reykjavíkur að Fríkirkjuvegi 1 árið 1909. Á myndinni má sjá smíðisgripi er
nemendur smíðuðu eftir kerfi Salomons.
12. mynd: Matthías Þórðarson, kennari í skólasmíði og fornminjavörður, ásamt nemendum
sínum á tröppum Barnaskóla Reykjavíkur að Fríkirkjuvegi 1 árið 1909. Á myndinni má sjá
smíðisgripi er nemendur smíðuðu eftir kerfi Salomons.