Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 169
169
„Nú er ég alveg búinn að fatta hvernig ég á að vera“
á 20 mínútna áhorfsbili að meðaltali. Með
íhlutun hafði tíðni truflandi hegðunar því
lækkað um 89% frá grunnskeiði hjá Birgi.
Aðlöguð áhrifsstærð reyndist d = 2,2 sem
teljast sterk áhrif (Cohen, 1988).
Davíð
Truflandi hegðun Davíðs á mismunandi
skeiðum rannsóknarinnar má sjá í neðstu
röð á 1. mynd. Grunnskeiðsmælingar
sýndu mikinn breytileika í truflandi hegð-
un eða allt frá 5 tilvikum upp í 49 tilvik á 20
mínútna áhorfsbili. Nokkur stígandi var í
truflandi hegðun fyrir jólafrí en eftir jólafrí
dró aftur úr tilvikum truflandi hegðunar. Í
heild sýndi Davíð að meðaltali 17,6 tilvik
truflandi hegðunar á 20 mínútna áhorfs-
bili á grunnskeiði. Þegar íhlutun hófst
dró úr tíðni og breytileika truflandi hegð-
unar. Mest sýndi Davíð 5 tilvik truflandi
hegðunar á 20 mínútna áhorfsbili en að
meðaltali 2,1 tilvik á 20 mínútum. Þegar
hætt var með hvatningarkerfi hélst meðal-
tal truflandi hegðunar lágt, eða 2,6 tilvik
á 20 mínútum. Með íhlutun hafði tíðni
truflandi hegðunar því lækkað um 85,2%
frá grunnskeiði hjá Davíð. Aðlöguð áhrifs-
stærð reyndist d = 1,9 sem teljast sterk áhrif
(Cohen, 1988).
Niðurstöðurnar sýna að talsverð lækkun
varð á tíðni truflandi hegðunar hjá þremur
af fjórum þátttakendum, eða að meðaltali
um 89%. Þrátt fyrir stighækkandi viðmið
um frammistöðu jókst truflandi hegðun
ekki hjá þeim þremur þátttakendum. Hjá
fjórða þátttakandanum komu ekki fram
jákvæð áhrif. Þegar niðurstöðurnar eru
skoðaðar í heild á 1. mynd má sjá að lækk-
un á tíðni truflandi hegðunar er bundin
við upphaf íhlutunar hjá þátttakendum
og að tíðni truflandi hegðunar helst há á
grunnskeiði annarra þátttakenda eftir að
lækkun verður hjá þeim fyrstu. Þessar
niðurstöður renna stoðum undir jákvæð
áhrif stuðningsáætlana á truflandi hegðun
grunnskólanemenda með langvarandi
hegðunarerfiðleika.
Umræða
Niðurstöðurnar sýna að með einstak-
lingsmiðuðum stuðningsáætlunum dró
verulega úr sveiflum og tíðni truflandi
hegðunar hjá þremur þátttakendum, eða
að meðaltali um 89%, en litlar breytingar
urðu hjá fjórða þátttakandanum. Þegar
dregið var úr umfangi stuðningsáætlana
með stighækkandi viðmiðum um frammi-
stöðu þátttakenda varð ekki aukning á
truflandi hegðun hjá þremur. Aðlagaðar
áhrifsstærðir stuðningsáætlana á truflandi
hegðun þeirra þriggja reyndust vera frá d
= 1,9 til 2,6 sem teljast sterk áhrif (Cohen,
1988). Niðurstöðurnar benda til þess að
hægt sé að draga úr langvarandi hegðunar-
erfiðleikum nemenda og ýta undir sjálf-
stæða færni þeirra með einstaklingsmið-
uðum stuðningsáætlunum sem byggjast á
virknimati.
Áhrif stuðningsáætlana á truflandi hegðun
Talsverð lækkun varð á tíðni truflandi
hegðunar hjá þremur þátttakendum af
fjórum, eða um 85,2 til 92,8% að meðal-
tali, þegar farið var að nota einstaklings-
miðaðar stuðningsáætlanir byggðar á
virknimati. Hjá fjórða þátttakandanum
urðu litlar breytingar og verða mögulegar
ástæður þess raktar síðar. Minnkun á trufl-
andi hegðun hinna er í samræmi við niður-