Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 52
52
Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson
breyttu allri samfélagsgerðinni og lærðu
börnin ekki lengur handverk kynslóð fram
af kynslóð (Áslaug Sverrisdóttir, 2011). Á
þessum tíma voru því víða stofnuð heim-
ilisiðnaðarfélög með það að markmiði
að gera heimilisiðnað að þætti í alþýðu-
menntun (Thorbjörnsson, 1992).
Handavinnuskóli Thorvaldsensfélags-
ins var stofnaður árið 1877 og einnig
nokkrir húsmæðraskólar fyrir ungar
stúlkur. Á svipuðum tíma stofnaði enski
listamaðurinn William Morris umbóta-
hreyfinguna Arts and Crafts sem stefndi
að því að endurlífga gamlar handverksað-
ferðir. Kenningar Morris um samfélags-
legt gildi handverks sköpuðu umbóta-
öldu sem varð m.a. til þess að umbreyta
þýskum skólum (Thorbjörnsson, 1992).
Undir þessum áhrifum stofnaði Sigríður
Magnússon, sem var í vinfengi við Morris
og fjölskyldu hans, m.a. kvennaskólann
í Vinaminni, þar sem Vilhjálmína Odds-
dóttir kenndi. Þó að markmið heimilis-
iðnaðarins og slöjdsins hafi verið ólík voru
þau þó ekki ósamrýmanleg, þar sem hand-
verk var vettvangur þeirra beggja.
Heimilisiðnaðarfélag Íslands var stofn-
að þann 12. júlí 1913. Helsti tilgangur HÍ
var að auka og efla þjóðlegan heimilisiðn-
að á Íslandi, stuðla að vöndun hans og feg-
urð og vekja áhuga manna á því að fram-
leiða nytsama hluti. Jafnframt átti félagið
að stuðla að arðvænlegri sölu á íslenskum
heimilisiðnaðarafurðum, bæði á Íslandi og
erlendis (Inga Lára Lárusdóttir, 1913).
Við stofnun félagsins hélt Matthías
Þórðarson stutt og gagnort erindi um
heimilisiðnað og þýðingu hans (Inga Lára
Lárusdóttir, 1913). Fyrsti formaður félags-
ins var Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri
og með honum í stjórn voru Matthías
Þórðarson fornminjavörður, Inga Lára
Lárusdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, fyrsti
starfandi arkitekt landsins, Ásgeir Torfa-
son, fyrsti efnafræðingur landsins, Ingi-
björg H. Bjarnason, forstöðukona Kvenna-
skólans í Reykjavík, og Sigríður Björns-
dóttir („Saga félagsins“, 2012).
Forsaga stofnunar HÍ á eflaust rót sína
að rekja til ársins 1862, þegar Sigurður
Guðmundsson málari fékk þá hugmynd
að koma upp forngripasafni til þess að
varðveita íslenska gripi og menningar-
verðmæti frá 1000 ára tilveru íslenskrar
þjóðar í landinu (Áslaug Sverrisdóttir,
2011). Hugmynd Sigurðar fékk fljótt
stuðning og árið 1863 var Forngripasafn
Íslands stofnað. Matthías Þórðarson var
settur fornminjavörður safnsins árið 1908.
Með stofnun forngripasafnsins fóru menn
að skilja betur gildi þess að halda til haga
góðum gripum og bjarga bókum frá eyði-
leggingu eða flutningi til útlanda. Einnig
fóru menn að átta sig á gömlum verkað-
ferðum og meta gildi gamals handverks
(„Saga félagsins“, 2012). Eftir aldamótin
byrjuðu vinir heimilisiðnaðarins einnig að
halda ýmiss konar námskeið, t.d. í vefnaði
(Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 2012).
Um 1920 kemur fram gagnrýni á skóla-
iðnaðinn á Íslandi fyrir sífelldar endur-
tekningar og skort á hagnýtum við-
fangsefnum er gætu eflt heimilisiðnað
og atvinnulíf á Íslandi. Sigrún Pálsdóttir
Blöndal skrifar um skólaiðnað í tímaritinu
Hlín árið 1929:
Skólaiðnaðurinn (slöjd) er viðurkenningin um
nauðsyn vinnunnar til hjálpar andlegum þroska.
Það er líka farið að kenna slöjd í skólum hér. En
má ekki eins kenna íslenskan heimilisiðnað í skól-
unum? Mér hefur alltaf fundist þessi skólaiðn-