Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 88
88
Meyvant Þórólfsson
Þess vegna má segja að samkomulag
hafi ekki náðst innan vísindasamfélaga
nútímans, hvort sem er raunvísinda,
menntavísinda eða annarra, um það hvert
skuli stefna með þetta mikilvæga svið
menntunar. Enginn vogar sér að andmæla
því að almenn náttúruvísindamenntun
þurfi að taka mið af undirbúningi fyrir þau
vísinda- og tæknistörf sem stór hluti nem-
enda almenna skólakerfisins mun stunda
í framtíðinni. Fyrir rúmum aldarfjórðungi
áætlaði Peter Fensham (1985) að hlutfall
þessa hóps næmi um 20% og öllum má
ljóst vera að nútímasamfélag hefur mikla
þörf fyrir vísinda- og tæknimenntað fólk.
Árið 2008 var haldið semínar á vegum
Nuffield-stofnunarinnar í Englandi þar
sem margir málsmetandi aðilar í Evrópu
á sviði náttúruvísindamenntunar mættu
til að ræða stöðu hennar (Osborne og
Dillon, 2008). Þar var einmitt áréttað að
almenna skólakerfið þyrfti að taka mið
af báðum þessum hópum við skipulag
náms og kennslu, annars vegar þeim sem
þyrftu almenna náttúruvísindamenntun
og hins vegar þeim sem hygðust stunda
vísindi í framtíðinni. Skólar þyrftu samt
að bjóða upp á vandaða náttúruvísinda-
menntun (e. education in science, skáletrað
í texta höfundanna) fremur en þjálfun og
undirbúning fyrir einhver óskilgreind
framtíðarstörf (e. pre-professional train-
ing). Skýrsluhöfundar tóku samt fram að
vönduð náttúruvísindamenntun fæli í sér
að nemendur þyrftu að öðlast skilning á
grunvallaratriðum vísindaþekkingar (e.
canon of scientific knowledge), en að þeir
þyrftu jafnframt að átta sig á eðli og hlut-
verki vísinda í samfélaginu.
Samtök, nefndir, rannsakendur og
skýrsluhöfundar sem fjallað hafa um nátt-
úruvísindamenntun á síðustu árum hafa
komist að svipaðri niðurstöðu (Sjá m.a.
AAAS, 1993; Black og Atkin, 1996; Millar,
Leach, Osborne og Ratcliffe, 2006; Millar
og Osborne, 1998). Skilaboð allra eru skýr
hvað varðar náttúruvísindaleikinn sem
Yager lýsti svo: Ekki nægir að þjálfa nem-
endur, kenna þeim reglurnar og lögmálin;
þeir þurfa einnig að taka virkan þátt, þ.e.
„leika leikinn“. En jafnframt er skýrt tekið
fram að það gerist ekki án grundvallar-
þekkingar (sbr. hér á undan canon of sci-
entific knowledge). Hugmyndir Yagers um
STS tóku sannarlega mið af slíkri grund-
vallarþekkingu líka (Yager, 1996).
Meðal úrlausnarefna sem menn telja
brýnt að huga að í þessum efnum í náinni
framtíð eru eftirfarandi:
• Tilgangur náttúruvísindamenntunar.
Menn eru ekki sammála um tilgang
náttúrufræðimenntunar í skólum. Sér-
fræðingar í náttúruvísindamenntun
benda jafnan á a.m.k. fjórar megin-
ástæður fyrir mikilvægi slíkrar mennt-
unar (Osborne, 2000). Í fyrsta lagi
nytjasjónarmiðið (e. utilitarian argu-
ment), þ.e. náttúruvísindanám nýtist
nemendum til að skilja ýmsa hluti í
lífi og starfi. Í öðru lagi er efnahags-
lega sjónarmiðið (e. economic argu-
ment), sem vísar til þess að samfélagið
þurfi á vísinda- og tæknimenntun að
halda í þágu efnahagslegra framfara.
Í þriðja lagi er menningarsjónarmiðið
(e. cultur al argument) eða öllu heldur
það sjónarmið að varðveita menningar-