Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 121

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 121
121 Viðhorf tveggja leikskólakennara og aðferðir við valdeflingu leikskólabarna að einblínt sé á veikleika barna, eða með hennar orðum: „Þú mátt ekki vera svona og svona, heldur svona!“ Í máli hennar kemur fram að hún hafi breytt starfs- háttum sínum til að hvetja börnin til að tjá sig. Hún segist hafa velt fyrir sér hvernig hægt sé að haga skólastarfinu þannig að öll börnin fái að tjá sig: „Allir geti fengið að vera þeir sjálfir.“ Guðný segir að eftir að hún sé farin að starfa á þann hátt sem hún geri nú finni hún það betur og betur hve vel það gangi. Hún segir: „Ég er aldrei í neinum vandræðum með þetta því að krakkar eru svo opnir og þau vilja svo mikið gera [...], ef það er eitthvað þá þarf maður að stramma af.“ Í viðtalinu má greina bæði skammtíma- og langtímamarkmið hjá Guðnýju, hún telur að leikskólastarf eigi að vera grunnur sem börnin geti byggt á í daglegu starfi og til framtíðar. „og bara grípa það sem þau (börnin) eru að gera, áhuginn ... sumir geta þetta ekki, sumum finnst þetta erfitt ... þetta bara gerist ... ég ætla að stökkva yfir þetta og ég æfi mig og æfi mig og æfi mig og það endar með því að ég get það.“ Hún segist reyna að fá sem mest frá börnunum sjálfum, hvað þau vilji. Hins vegar hafi hún sem kennari einnig mikil áhrif, eða eins og hún orðar það: „Auðvitað er það alltaf í upphafi útbúið af okkur, þannig lagað. Ég meina, ég sting upp á göngutúrnum sem göngutúr, en hvað birtist í göngutúrnum er ekki á minni ábyrgð.“ Þar á hún við að þeir fullorðnu eigi að skapa börnunum að- stæður til náms og þroska en innan þess ramma megi barnið velja eigin aðferðir og leiðir. Guðný talar um að leikskólakennarinn þurfi að vera meðvitaður um val á að- ferðum: „Það er náttúrulega líka alltaf spurning um hvernig leggur þú þetta inn – hvernig segir þú þeim þetta – hvernig er þín pedagógíska aðferð við að leggja þetta inn hjá þeim – ég held að ég sé mjög flink við það.“ Guðný nefnir að hún segi til dæmis við börnin: „Fyrst verður maður að gera þetta áður en maður gerir þetta ... sko ef maður ætlar að verða flautuleikari þá verður maður að gera þetta á undan ... og ég segi þetta þannig að þau fá svo mik- inn áhuga, sko, og þau verða svo ábyrg einhvern veginn fyrir því.“ Þarna bendir Guðný börnunum bæði á langtíma- og skammtímamarkmið. Í starfi með börnunum lagði Guðný áherslu á virkni þeirra, hún hlustaði eftir skoðunum þeirra. Dæmi um þetta er þegar Guðný og stúlkurnar í fámennu stundinni voru ekki sammála um staðsetningu og fjölda nagla undir plastmöppur sem hvert barn hafði til að geyma verkefnablöð: Guðný spyr hvar þær vilji hafa möpp- urnar. Nokkrar umræður urðu meðal barnanna um það hvar naglinn ætti að vera. Ein stúlknanna (fimm ára) taldi að hvert barn ætti að hafa einn nagla fyrir sitt verkefni. Guðný rökræddi við stúlkuna, spurði hana hvort hún vissi hve mörg börn væru í leikskólanum. „Stúlkan segist ekki vita það. Guðný segir þá að það séu um 60 börn og ef svo margir naglar væru á veggjum herbergisins væru þeir þaktir af nöglum! Stúlkan segist samt telja að hvert barn eigi að hafa einn nagla en loks fellst hún á að einn nagli sé nóg fyrir hópinn í heild. „(Þátttökuathugun nr. 8). Guðný negldi síðan naglann í vegginn þar sem stúlkurnar töldu hann eiga að vera. Guðný færði hér mótrök fyrir því að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.