Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 143
143
Skóli án aðgreiningar og kennaramenntun
það hvernig námskeiðin raðast eftir flokk-
unum fimm og hvort þau eru í kjarna, á
kjörsviði eða eru valnámskeið. Hér eru ein-
ungis dæmi um námskeið en samkvæmt
athugun okkar má segja að 32 námskeið af
rúmlega 200 (fjöldinn er breytilegur milli
ára þar sem sum námskeið eru ekki alltaf
í boði) gætu styrkt hæfni kennaranema til
að starfa í skóla án aðgreiningar. Ekkert
námskeið í kjarna eða á kjörsviði byggist
sérstaklega á hugmyndafræði skóla án að-
greiningar en eitt valnámskeið gerir það.
Í ellefu námskeiðum er hugmyndafræði
skóla án aðgreiningar kynnt og í tuttugu
námskeiðum er fjallað um kennsluaðferðir
í fjölbreyttum nemendahópum.
Í rafrænu spurningakönnuninni út-
skýrðu kennarar nánar en gert er í
kennsluskrá markmið og tilgang nám-
skeiða, inntak, vinnulag og hugmynda-
fræði. Dæmi um það er eftirfarandi svar:
„Markmið námsþáttarins skóli án að-
greiningar og fjölmenning er að nemendur
þekki hugmyndir og stefnumörkun um
skóla án aðgreiningar.“ Annar kennari
sagði: „Markmið námsins er að kenn-
aranemar geti skipulagt nám og kennslu
fyrir fjölbreytta nemendahópa, tekið tillit
til einstaklingsþarfa nemenda og búi yfir
þekkingu á kennsluaðferðum sem nýtast
vel.“ Kennari sem kennir lestur og ritun í
námskeiðum á mið- og unglingastigi sagði
í könnuninni:
Tungumálið er lykill að öllum vitsmunaþroska.
Því er nauðsynlegt að kenna nemendum okkar
eins mikið og unnt er um það, allt litróf málvís-
inda á erindi í menntun kennara, og sumt meira
en annað. Áherslur þurfa að vera á lestur, les-
skilning og ritun og alla þætti í gerð tungumáls og
vitsmuna sem því tengjast.
Ýmis námskeið sem fjalla um siðfræði,
félagsfræði eða sálfræði leggja áherslu á að
kennaranemar velti fyrir sér menntun fyrir
öll börn.
Kennsluaðferðir
Í kennsluskrá kemur fram vinnulag á nám-
skeiðum og námsmat. Þegar námskeiðs-
lýsingar eru skoðaðar má sjá að þó fyrir-
lestrar séu fyrirferðarmiklir í kennslunni
er einnig mikil áhersla á umræður og hóp-
vinnu og með því reynt að stuðla að virkni
kennaranema í námi. Flest námskeið gera
ráð fyrir ígrundun, einhvers konar ein-
staklingsskrifum og hópverkefnum ásamt
lesefni. Mörg námskeið eru skipulögð
þannig að inntak námskeiðs er kynnt í
fyrirlestri sem fylgt er eftir með umræðum
í litlum hópum, annaðhvort í stað- eða
fjarnámi. Í spurningakönnuninni lýstu
kennarar nánar vinnulagi í námskeiðum,
samanber eftirfarandi dæmi: „Kynning
á kennsluháttum, skipulagi, kennsluað-
ferðum sem stuðla að því að kenna fjöl-
breyttum nemendahópum. Þessari vinnu
fylgir síðan verkefni sem er ýmist unnið af
einstaklingum eða í hópi.“ Annar kennari
sagði svo frá sinni vinnu: „Ég fæ tvo sér-
fræðinga til að halda fyrirlestra, annan um
grundvallaratriði og hugtök og hinn sem
sérkennara í grunnskóla til að halda fyrir-
lestur um framkvæmd í grunnskóla.“ Enn
annar kennari útskýrði kennsluna þannig:
„Skoða þarf með kennaranemum opin
verkefni sem gefa færi á að aðlaga kröfur
að forsendum nemenda og þeir þurfa
einnig að fá verkefni þar sem þeir vinna að
aðlögun að þörfum tiltekinna nemenda.“
Eftirfarandi svar kennara sýnir dæmi um
kennsluaðferðir: