Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 143

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 143
143 Skóli án aðgreiningar og kennaramenntun það hvernig námskeiðin raðast eftir flokk- unum fimm og hvort þau eru í kjarna, á kjörsviði eða eru valnámskeið. Hér eru ein- ungis dæmi um námskeið en samkvæmt athugun okkar má segja að 32 námskeið af rúmlega 200 (fjöldinn er breytilegur milli ára þar sem sum námskeið eru ekki alltaf í boði) gætu styrkt hæfni kennaranema til að starfa í skóla án aðgreiningar. Ekkert námskeið í kjarna eða á kjörsviði byggist sérstaklega á hugmyndafræði skóla án að- greiningar en eitt valnámskeið gerir það. Í ellefu námskeiðum er hugmyndafræði skóla án aðgreiningar kynnt og í tuttugu námskeiðum er fjallað um kennsluaðferðir í fjölbreyttum nemendahópum. Í rafrænu spurningakönnuninni út- skýrðu kennarar nánar en gert er í kennsluskrá markmið og tilgang nám- skeiða, inntak, vinnulag og hugmynda- fræði. Dæmi um það er eftirfarandi svar: „Markmið námsþáttarins skóli án að- greiningar og fjölmenning er að nemendur þekki hugmyndir og stefnumörkun um skóla án aðgreiningar.“ Annar kennari sagði: „Markmið námsins er að kenn- aranemar geti skipulagt nám og kennslu fyrir fjölbreytta nemendahópa, tekið tillit til einstaklingsþarfa nemenda og búi yfir þekkingu á kennsluaðferðum sem nýtast vel.“ Kennari sem kennir lestur og ritun í námskeiðum á mið- og unglingastigi sagði í könnuninni: Tungumálið er lykill að öllum vitsmunaþroska. Því er nauðsynlegt að kenna nemendum okkar eins mikið og unnt er um það, allt litróf málvís- inda á erindi í menntun kennara, og sumt meira en annað. Áherslur þurfa að vera á lestur, les- skilning og ritun og alla þætti í gerð tungumáls og vitsmuna sem því tengjast. Ýmis námskeið sem fjalla um siðfræði, félagsfræði eða sálfræði leggja áherslu á að kennaranemar velti fyrir sér menntun fyrir öll börn. Kennsluaðferðir Í kennsluskrá kemur fram vinnulag á nám- skeiðum og námsmat. Þegar námskeiðs- lýsingar eru skoðaðar má sjá að þó fyrir- lestrar séu fyrirferðarmiklir í kennslunni er einnig mikil áhersla á umræður og hóp- vinnu og með því reynt að stuðla að virkni kennaranema í námi. Flest námskeið gera ráð fyrir ígrundun, einhvers konar ein- staklingsskrifum og hópverkefnum ásamt lesefni. Mörg námskeið eru skipulögð þannig að inntak námskeiðs er kynnt í fyrirlestri sem fylgt er eftir með umræðum í litlum hópum, annaðhvort í stað- eða fjarnámi. Í spurningakönnuninni lýstu kennarar nánar vinnulagi í námskeiðum, samanber eftirfarandi dæmi: „Kynning á kennsluháttum, skipulagi, kennsluað- ferðum sem stuðla að því að kenna fjöl- breyttum nemendahópum. Þessari vinnu fylgir síðan verkefni sem er ýmist unnið af einstaklingum eða í hópi.“ Annar kennari sagði svo frá sinni vinnu: „Ég fæ tvo sér- fræðinga til að halda fyrirlestra, annan um grundvallaratriði og hugtök og hinn sem sérkennara í grunnskóla til að halda fyrir- lestur um framkvæmd í grunnskóla.“ Enn annar kennari útskýrði kennsluna þannig: „Skoða þarf með kennaranemum opin verkefni sem gefa færi á að aðlaga kröfur að forsendum nemenda og þeir þurfa einnig að fá verkefni þar sem þeir vinna að aðlögun að þörfum tiltekinna nemenda.“ Eftirfarandi svar kennara sýnir dæmi um kennsluaðferðir:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.