Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 50
50
Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson
smíði. Voru þetta eiginleikar sem bæði
komu honum vel sem kennara og þjóð-
minjaverði. Ásmundur Guðmundsson
biskup lýsir kennslustundum hjá Matth-
íasi, sem fyrrverandi nemandi hans í
Barnaskólanum, á eftirfarandi hátt:
Miðstofan í kjallaranum var smíðastofan. Þar
var fullt af hefilbekkjum og smíðatól héngu upp
um alla veggi, en efniviður á hillum undir lofti. Í
suðausturhorni úti við gluggann átti Matthías sér
sæti. Þangað áttum við nemendur mörg spor með
smíðisgripi okkar hálfsmíðaða eða fullsmíðaða að
okkar mati. Kennarinn var ekki alltaf á sama máli
um það. Matthías var fljótur að sjá smíðagallana
og benda okkur á þá. Hann fór næmum höndum
um smíðisgripinn og ef nokkur arða fannst þá var
að gera betur. Smíðað var eftir föstu kerfi og tók
við hver hluturinn af öðrum og smáþyngdist við-
fangsefnið. Við urðum sjálfsagt fæstir smiðir af
þessari kennslu og hagleikur nemenda var ærið
misjafn. Sumir gerðu sína hluti og meira til. Aðrir
náðu ekki því marki sem fyrir var sett. En tvennt
var það sem við lærðum í þessum tímum: vand-
virkni og nákvæmni. Prúðmennska og virðuleiki
Matthíasar hafði líka sín áhrif (Freysteinn Gunn-
arsson, 1958, bls. 167–168).
Vegna aukinna anna sem þjóðminja-
vörður við Þjóðminjasafnið hætti Matthías
kennslu um 1921 (Freysteinn Gunnarsson,
1958). Á sama tíma var skólasmíðin lögð
niður í Barnaskóla Reykjavíkur, en í stað
hennar kenndu þeir Jón Stefánsson skó-
smíðameistari og Eiríkur Magnússon bók-
bindari drengjum skósmíði og bókband
(Barnaskóli Reykjavíkur, 1920, 1930).
Einnig kom að kennslunni Guðmundur frá
Mosdal á Ísafirði, en hann kenndi bursta-
gerð og trésmíði. Skólaárið1923 hófst aftur
regluleg kennsla í skólasmíði samkvæmt
kerfi Salomons. Þá buðust Geir Gígja og
Pálmi Jósepsson, kennarar við skólann,
til þess að taka kennsluna að sér. Matth-
ías var þá fenginn til þess að koma þeim
á rekspöl og hafa eftirlit með kennslunni.
Skólaárið 1929–1930 sótti Geir Gígja sér
frekari menntun í skólasmíði í slöjdskóla
Mikkelsens í Kaupmannahöfn og hóf
síðan kennslu samkvæmt aðferðum hans
(Barnaskóli Reykjavíkur, 1930).
13. mynd: Matthías með nemendum sínum í smíðastofu Barnaskóla Reykjavíkur 1909.