Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 125
125
Viðhorf tveggja leikskólakennara og aðferðir við valdeflingu leikskólabarna
þrír flokkar innan greiningarlíkans þeirra
Sigrúnar og Selmans. Þeir eru: (a) Stað-
bundin viðhorf, (b) samþætt viðhorf og
(c) samþætt og aðstæðubundin viðhorf.
Starfsaðferðir flokkast samkvæmt því í:
(a) Staðbundnar starfsaðferðir, (b) sam-
þættar starfsaðferðir og (c) samþættar og
aðstæðubundnar starfsaðferðir (Sigrún
Aðalbjarnardóttir, 2007). Hér er greining á
viðhorfum og störfum þeirra Guðnýjar og
Júlíu dregin saman.
Samkvæmt greiningarlíkani Sigrúnar
og Selmans falla bæði viðhorf og starfs-
aðferðir Guðnýjar í þriðja flokk, samþætt
og aðstæðubundin. Hún vísar til leikskóla-
fræða og annarra fræða, samfélagsins og
annarra kennara. Guðný telur leikskóla-
kennara þurfa að vera meðvitaða um það
hvernig aðstæður þeir kjósa að skapa leik-
skólabörnum, til að mynda í vali á uppeld-
is- og kennsluaðferðum og námsefni, að
aðferðirnar stuðli að vellíðan og valdefl-
ingu barnanna. Guðný beitti sveigjanleika
í kennsluaðferðum sínum, hún hlustaði
eftir hugmyndum og áhuga barnanna að
miklu leyti en börnin fengu stundum fyrir-
mæli frá henni. Guðný fylgdist með hverju
barni og lagði fram ögrandi verkefni þegar
það hentaði eða hún sá að áhugi þess fór
að dvína; barnið réð hvernig það leysti við-
fangsefnið og hvar það vann verkið. Við-
horf Guðnýjar til æskilegs leikskólastarfs
tengjast skýrt þeim aðferðum sem hún
notar í starfinu. Guðný leggur áherslu á
vellíðan og valdeflingu barnanna og í starfi
sínu stuðlar hún að valdeflingu þeirra með
sameiginlegu valdi.
Samkvæmt greiningarlíkaninu falla við-
horf Júlíu í fyrsta flokk, staðbundin viðhorf.
Hún ræðir eingöngu um barnahópinn sem
hún vinnur með, í máli sínu vísar hún ekki
til fræða, samfélagsins eða annarra kenn-
ara. Hún talar um börnin í þátíð og nútíð
en eingöngu um barnahópinn „sinn“.
Starfsaðferðir Júlíu falla í annan flokk, það
er samþættar starfsaðferðir. Hún beitti tví-
hliða aðferðum, börnin áttu síðasta orðið
um ákvarðanir. Júlía lagði fram efnivið
fyrir börnin sem þau unnu frjálst með,
hún rifjaði upp vinnuferli barnanna með
þeim – hvað þau gerðu og hvað þau vildu
gera næst. Þegar börnin rak í vörðurnar
benti Júlía þeim á að sækja hugmyndir og
þekkingu út fyrir leikskólann í stað þess að
leggja fram eigin hugmyndir og þekkingu
á viðfangsefninu. Viðhorf Júlíu til æski-
legs leikskólastarfs tengjast að því leyti
að hún leggur áherslu á ánægju og áhuga
barnanna og varpar að nokkru leyti valdi
til barnanna.
Hafa ber í huga að flokkun sem þessi er
ekki algild. Að einhverju leyti geta bæði
Guðný og Júlía til dæmis fallið í annan
flokk. Hins vegar getur verið gagnlegt
fyrir leikskólastjórnanda sem vill stuðla
að valdeflingu barnanna að greina í hvaða
flokk kennararnir falla. Síðan getur hann
blandað kennarahópnum þannig að kenn-
ararnir vegi hver annan upp, t.d. þannig að
kennarar sem búa yfir samþættum og að-
stæðubundnum viðhorfum og nota slíkar
starfsaðferðir geti vegið upp kennara sem
eru staðbundnir í viðhorfum og störfum.
Lokaorð
Eins og fram hefur komið byggist þessi
rannsókn á hugmyndum fræðimanna á