Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 63

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 63
63 Nýja stærðfræðin í barnaskólum annarra School Mathematics Project, SMP, sem notað var hérlendis um skeið (Cooper, 1985). Ýmsir háskólar í Bandaríkjunum höfðu fengist við tilraunir með endurnýjun námsefnis í stærðfræði. Fyrsta tilrauna námsefnið var unnið við Háskól ann í Illin- ois, University of Illinois Committee on School Mathematics, UICSM. Námsefni School Mathematics Study Group, SMSG, sem stýrt var af Edward Begle við Yale-há- skóla, átti eftir að hljóta mikla útbreiðslu og vera þýtt á mörg tungumál. Sovétmenn skutu upp Sputnik-geim- farinu árið 1957. Það vakti umræðu um þörf á endurbótum á stærðfræði- og tæknimenntun í Bandaríkjunum. Nokkur þróunarverkefni voru þegar tilbúin til út- breiðslu er Eisenhower Bandaríkjaforseti lét setja lög árið 1958, National Defence Education Act, um stóraukin framlög til námsefnisgerðar í stærðfræði, náttúru- vísindum og erlendum tungumálum. Haldin var mikilvæg ráðstefna í Woods Hole í Massachuchetts í Bandaríkjunum í september 1959. Forseti ráðstefnunnar í Woods Hole var Jerome Bruner og ráð- stefnan var hin fyrsta þar sem prófessorar í stærðfræði, náttúruvísindum, sálfræði og uppeldisfræði leiddu saman hesta sína þar í landi (Kristín Bjarnadóttir, 2006). Bruner lagði sálfræðilegan og náms- kenningalegan grunn að endurskoðunar- stefnunni í Bandaríkjunum með túlkun sinni á kenningum Jean Piagets og með frægri staðhæfingu í bók sinni, The Process of Education, sem var jafnframt skýrsla um ráðstefnuna: Sérhverja námsgrein má kenna hvaða barni sem er á hvaða þroskastigi sem er, á skilvirkan hátt og heiðarlega frá menntunarlegu sjónarmiði1 (Bru- ner, 1966, bls. 33). Síðar á sama ári, í nóvember 1959, var haldin ráðstefna í Royaumont í Frakklandi á vegum OEEC2, undanfara OECD3. Til fundarins voru boðaðir a.m.k. þrír fulltrú- ar frá hverju aðildarlandi OEEC, auk full- trúa frá Bandaríkjunum, Kanada og Júgó- slavíu. Fulltrúarnir þrír skyldu vera stærð- fræðingur, fulltrúi menntamálayfirvalda eða kennaramenntunar og framúrskarandi stærðfræðikennari. Enginn þátttakandi var sendur frá Íslandi. Segja má að ákveðið hafi verið í orði kveðnu að auka veg hag- nýttrar stærðfræði, en í raun var ákveðið að fylgja stefnu Dieudonné, talsmanns hóps franskra stærðfræðinga sem kenndi sig við Bourbaki. Bourbaki-hópurinn fékkst við að endurrita alla þekkta stærð- fræði á samræmdu máli mengjafræði og rökfræði. Niðurstöður ráðstefnunnar voru að mæla með því að setja skólastærðfræði fram með táknmáli mengjafræðinnar, að auka veg algebru, draga úr hefðbundinni rúmfræðikennslu og taka upp kennslu í tölfræði og líkindareikningi. Upphaflega var ætlunin að námsefnið tæki til nemenda í framhaldsskólum sem stefndu á nám í stærðfræði og náttúruvísindum. Fram kom þó á ráðstefnunni að kynna þyrfti hugmyndir nýju stærðfræðinnar þegar á barnaskólastigi til þess að kenna mætti reikniaðgerðir í heilum tölum og brotnum ásamt sætistalnarithætti á raunsæjan hátt 1… any subject can be taught efficiently in some intellectually honest form to any child at any stage of development. 2Organization for European Economic Development. 3Organization for Economic Co-operation and Develop- ment.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.