Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 118
118
Guðrún Alda Harðardóttir og Baldur Kristjánsson
sé takmörkunum háð, svo að leikskóla-
kennari sem stuðlar að valdeflingu þarf
að lesa í aðstæður, vega og meta hver hafi
valdið hverju sinni og hvort unnt sé að
efla sameiginlegt vald. Vald er vandmeð-
farið. Þannig er til dæmis hugsanlegt að
vald barns eða kennara geti stuðlað að
niðurlægingu eða kúgun annarra barna
eða kennara. Þá er ekki um valdeflingu
að ræða. Það sama má segja ef leikskóla-
kennarinn eða börnin hafa valdið ein.
Hingað til hefur einkum verið unnið
að valdeflingu meðal hópa sem hafa lága
félagslega stöðu og eru oft fórnarlömb
ríkjandi staðalímynda í samfélaginu
(Hanna Björg Sigurjónsdóttir, 2006; Teng-
qvist, 2007; Övrelid 2007). Börn hafa ekki
formleg völd í samfélaginu en í ljósi þess
að leikskólasamfélagið er til vegna barna
og fyrir börn er eðlilegt að vald leikskóla-
barna eflist fremur á þeim vettvangi en á
öðrum opinberum stöðum.
Paulo Freire (1998, 2005) er einn þeirra
fræðimanna sem horft er til í leikskóla-
starfi í Reggio Emilia (Edwards, Gandini
og Forman, 1998) og oft talinn vera einn
helsti frömuður valdeflingar. Hann lagði
áherslu á að maðurinn væri ekki aðeins í
veröldinni heldur með henni og að maður-
inn taki virkan þátt í að skapa og endur-
skapa. Þessi hugmynd er einnig í anda
eignunarkenningarinnar þótt Freire hafi
ekki beinlínis fylgt henni.
Þættir sem styrkja valdeflingu eru já-
kvæð viðhorf annarra til þess sem efldur
er, aukin ábyrgð sem honum er falin og að
samfélagið komi betur til móts við óskir
hans. Rannsóknir sýna að jákvæð sam-
skipti, virðing og traust er mikilvægur
grunnur að valdeflingu, og einnig að bæði
sá sem stuðlar að valdeflingu og sá sem
eflist sjái árangur af því sem þeir taka sér
fyrir hendur og finnist þeir ráða við að-
stæður. (McLaughlin, Brown og Young,
2004; Mok, Martinson og Wong, 2004;
Ratna og Rifkin, 2007; Rohrer, Wilshusen,
Adamson og Merry, 2008; Weis, Schank og
Matheus, 2006).
Talað er um að einstaklingar sem vald-
eflast fyllist stolti og finnist þeir vera hluti
af heild, vera gildandi, og að þeir öðlist
aukna trú á eigin getu. Einstaklingurinn
valdeflist þannig sjálfur. Því getur eng-
inn beinlínis valdeflt annan, hins vegar
er hægt að stuðla að valdeflingu annarra
og veita þeim tækifæri til valdeflingar, líkt
og fjallað hefur verið um hér að framan
(Tengqvist, 2007; Övrelid 2007).
Rannsóknin
Markmið þessarar rannsóknar er að leita
svara við tveimur rannsóknarspurning-
um. Þær eru þessar:
Hvernig eru viðhorf tveggja leikskólakennara til
leikskólastarfs og starfsaðferðir þeirra við valdefl-
ingu leikskólabarna?
Hvernig má nýta greiningarlíkan Sigrúnar Aðal-
bjarnardóttur og Roberts L. Selman við greiningu
viðhorfa og starfsaðferða tveggja leikskólakenn-
ara við valdeflingu leikskólabarna?
Aðferð
Rannsókn þessi er eigindleg og er ætlað
að gefa ítarlega lýsingu á afmörkuðum
þáttum leikskólastarfsins. Því var kosið
að nota tilviksrannsóknarsnið. Þá er til
dæmis ákveðið tilvik skoðað í afmarkaðan
tíma og í afmörkuðu rúmi (Creswell, 2003,
2007; Schwandt, 2003). Í þessu tilfelli var