Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 25

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 25
25 Rauntengsl eða merkingartengsl? okkur. Þessi sjálfskennd er aftur forsenda þessarar grundvallarafstöðu sem við höf- um til veruleikans, að hann sé aðskilinn „okkur“. Sú grundvallarafstaða birtist í orðfæri okkar um „okkur“ og heiminn, okkur „sjálf“ og allt hitt. Til verða í framhaldinu mikil fræði þar sem „sjálf“ er ekki lengur „við sjálf“ held- ur „sjálf okkar“ og að lokum einfaldlega „Sjálfið“ (með stóru S-i). Ekkert virðist því til fyrirstöðu þar með að það verði álíka viðfang hugtekningar okkar og steinninn og allt hitt og „afurð“ þeirrar hugtekn- ingar sé ámóta raunsönn um viðfangið og „steinn“ er um stein. Baumeister og Exline (1999) sjá þó að eitthvað er bogið við þá hugmynd að taka „afurðina“, sem við höf- um kallað svo, fyrir þann eiginleika okkar, þau vitundarlegu skilyrði öll, að hún verður yfirhöfuð til: að segja að frumlag og andlag séu söm. Þeir gera sér því lítið fyrir og taka út úr „sjálfinu“ það sem fengið hefur stöðu viðfangs þess í sjálfhverfri at- burðarás og segja að það tilheyri því ekki: „geðshræringar“ og „hugsanir“ tilheyri því ekki! En þetta er flótti frá vandanum, þeim grundvallarvanda að gera sjálfið að viðfangi sjálfs sín. Hví skyldu „geðshrær- ingar“ og „hugsanir“ tilheyra sjálfinu síð- ur en hverjir aðrir huglægir atburðir sem við teljum okkur þekkja? Undrun, grunur, kímni, forvitni, sýn, heyrn? Hvað yrði eftir af sjálfinu ef allir huglægir atburðir sem við teljum okkur geta tilgreint af upp- lifun okkar yrðu þannig settir utan þess? Greinilega leysir útburður þeirra úr „sjálfi okkar“, eða „Sjálfinu“ með stóru S-i, eng- an vanda. Með öðrum orðum er ótækt að draga þá ályktun af stöðu „geðshræringa“ og „hugsana“ sem huglægs viðfangs að „geðshræringar“ og „hugsanir“ séu ekki hluti af „sjálfi“ manneskju: „frumlagi“ hennar, þeim eiginleika hennar að eitt- hvað sé til fyrir henni yfirhöfuð. Þar með er hægt að fallast á þá niðurstöðu Kristjáns Kristjánssonar (2010) að geðshræringar séu hluti af eða eigi hlut að „sjálfi“ okkar, hvort sem það „sjálf“ gerir til dæmis reið- hjól að viðfangi „sínu“ eða sandkorn í auga „sér“ eða t.d. löngun „sína“ í eitthvað. Það þýðir hins vegar að sú hugmynd eignun- arkenningar (e. attributionism) í sálfræði, sem Baumeister og Exline ganga meðal annars út frá, að „sjálf“ sé ekki annað en safn hugsmíða frumlagsins um sjálft sig, riðar til falls. Baumeister og Exline (1999) nota vöðva- afls-samlíkingu um „sjálfsagann“ eða „viljas tyrkinn“, og undanfarinn áratug eða tvo hefur „viljastyrkurinn“ styrkst mjög sjálfur í fræðasamfélaginu sakir meintra reynslubundinna vísbendinga um tilvist hans og eðli og endurvakinna heimspekilegra röksemda fyrir hinu sama (Mele, 1995; Mischel, Cantor og Feldman, 1996). Draumurinn virðist sá að sýna megi fram á að manneskjan hafi yfir að ráða í sálarlífi sínu einhverju sem samsvarar orku í efnisheiminum sem hún geti virkjað í þágu áforma sinna; og því óháðari verði hún öðrum áhrifsþáttum í líkamlegum og huglægum athöfnum sínum sem hún ráði betur yfir þessari orku og hafi meira af henni. „Vilja“ í þessu samhengi virðist mega skilgreina sem það huglæga hreyfiafl í merkingarbærum athöfnum manns sem verður til við óháða hugsun, hugsun sem ekki er undir áhrifum neins nema sjálfrar sín og sækir þess vegna ekki „styrk“ sinn sem huglægt hreyfiafl merkingarbærra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.