Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 25
25
Rauntengsl eða merkingartengsl?
okkur. Þessi sjálfskennd er aftur forsenda
þessarar grundvallarafstöðu sem við höf-
um til veruleikans, að hann sé aðskilinn
„okkur“. Sú grundvallarafstaða birtist í
orðfæri okkar um „okkur“ og heiminn,
okkur „sjálf“ og allt hitt.
Til verða í framhaldinu mikil fræði þar
sem „sjálf“ er ekki lengur „við sjálf“ held-
ur „sjálf okkar“ og að lokum einfaldlega
„Sjálfið“ (með stóru S-i). Ekkert virðist því
til fyrirstöðu þar með að það verði álíka
viðfang hugtekningar okkar og steinninn
og allt hitt og „afurð“ þeirrar hugtekn-
ingar sé ámóta raunsönn um viðfangið og
„steinn“ er um stein. Baumeister og Exline
(1999) sjá þó að eitthvað er bogið við þá
hugmynd að taka „afurðina“, sem við höf-
um kallað svo, fyrir þann eiginleika okkar,
þau vitundarlegu skilyrði öll, að hún
verður yfirhöfuð til: að segja að frumlag og
andlag séu söm. Þeir gera sér því lítið fyrir
og taka út úr „sjálfinu“ það sem fengið
hefur stöðu viðfangs þess í sjálfhverfri at-
burðarás og segja að það tilheyri því ekki:
„geðshræringar“ og „hugsanir“ tilheyri
því ekki! En þetta er flótti frá vandanum,
þeim grundvallarvanda að gera sjálfið að
viðfangi sjálfs sín. Hví skyldu „geðshrær-
ingar“ og „hugsanir“ tilheyra sjálfinu síð-
ur en hverjir aðrir huglægir atburðir sem
við teljum okkur þekkja? Undrun, grunur,
kímni, forvitni, sýn, heyrn? Hvað yrði eftir
af sjálfinu ef allir huglægir atburðir sem
við teljum okkur geta tilgreint af upp-
lifun okkar yrðu þannig settir utan þess?
Greinilega leysir útburður þeirra úr „sjálfi
okkar“, eða „Sjálfinu“ með stóru S-i, eng-
an vanda. Með öðrum orðum er ótækt að
draga þá ályktun af stöðu „geðshræringa“
og „hugsana“ sem huglægs viðfangs að
„geðshræringar“ og „hugsanir“ séu ekki
hluti af „sjálfi“ manneskju: „frumlagi“
hennar, þeim eiginleika hennar að eitt-
hvað sé til fyrir henni yfirhöfuð. Þar með
er hægt að fallast á þá niðurstöðu Kristjáns
Kristjánssonar (2010) að geðshræringar
séu hluti af eða eigi hlut að „sjálfi“ okkar,
hvort sem það „sjálf“ gerir til dæmis reið-
hjól að viðfangi „sínu“ eða sandkorn í auga
„sér“ eða t.d. löngun „sína“ í eitthvað. Það
þýðir hins vegar að sú hugmynd eignun-
arkenningar (e. attributionism) í sálfræði,
sem Baumeister og Exline ganga meðal
annars út frá, að „sjálf“ sé ekki annað en
safn hugsmíða frumlagsins um sjálft sig,
riðar til falls.
Baumeister og Exline (1999) nota vöðva-
afls-samlíkingu um „sjálfsagann“ eða
„viljas tyrkinn“, og undanfarinn áratug
eða tvo hefur „viljastyrkurinn“ styrkst
mjög sjálfur í fræðasamfélaginu sakir
meintra reynslubundinna vísbendinga
um tilvist hans og eðli og endurvakinna
heimspekilegra röksemda fyrir hinu sama
(Mele, 1995; Mischel, Cantor og Feldman,
1996). Draumurinn virðist sá að sýna megi
fram á að manneskjan hafi yfir að ráða í
sálarlífi sínu einhverju sem samsvarar
orku í efnisheiminum sem hún geti virkjað
í þágu áforma sinna; og því óháðari verði
hún öðrum áhrifsþáttum í líkamlegum
og huglægum athöfnum sínum sem hún
ráði betur yfir þessari orku og hafi meira
af henni. „Vilja“ í þessu samhengi virðist
mega skilgreina sem það huglæga hreyfiafl
í merkingarbærum athöfnum manns sem
verður til við óháða hugsun, hugsun sem
ekki er undir áhrifum neins nema sjálfrar
sín og sækir þess vegna ekki „styrk“ sinn
sem huglægt hreyfiafl merkingarbærra