Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 28
28
Gunnlaugur Sigurðsson og Kristján Kristjánsson
Meðal þeirra spurninga sem reynt
verður að fá svar við í verkefninu er sú
hvernig nemendur fella námið að lífi sínu,
merkingar- og skipulagslega. Hvað námið
er þeim í samhengi þeirrar tilveru sem
þeir lifa og að hvaða marki og með hvaða
hætti það er mótandi fyrir tilveru þeirra.
Og þar sem merkingartengslakenningin
er höfð að leiðarljósi munu samtölin við
nemendur einkum lúta að náminu sem
þætti í daglegri reynslu þeirra, hvað það
er þeim í kennslustund, í verkefnum,
prófum, heimanámi. Hvað einstök fög eru
þeim persónulega og í tengslum þeirra og
samskiptum við skólafélaga, kennara, for-
eldra. Hvað þau eru þeim í mögulegu víð-
ara samhengi, sem fræðigreinar og vísindi,
sem afrakstur hugsunar mannanna með
tengsl við lönd og þjóðir, fortíð og fram-
tíð. Hvaða sýn þeir kunni að hafa á þetta
hlutskipti sitt, að læra í skóla, og hvaðan
þeir mögulega sækja sér innblástur í það
ætlunarverk sitt að ljúka skólanum og
halda áfram námi. Samtölin munu þannig
lúta að öllu því sem kann að veita innsýn
í þau örlög sem náminu eru búin í lífi
nemenda. Í tiltölulega opnu rannsóknar-
ferli, þar sem samræður við nemendur
færu fram á gagnvirkan og gagnrýninn
hátt – en þeir ekki fyrirfram taldir hæsta-
réttardómarar eigin merkingarheims – og
þar sem gögnin væru jafnóðum greind,
til að mynda með hagnýtum aðferðum
grundaðrar kenningar (Charmaz, 2006),
teljum við góða von til þess að fyrirhuguð
rannsókn á stöðu náms í merkingarheimi
íslenskra unglinga verði til skilnings- og
þekkingarauka.
This article – which constitutes part of
a current doctoral project by the first au-
thor into the place of motivation and self-
discipline in the meaning that Icelandic
secondary school students confer upon
their lives qua students – takes as its point
of departure the question of what sort of
methodology would be most suitable for
such a research project. The perspective
adopted in this article is, however, better
described as meta-methodological rather
than simply methodological. It problema-
tises certain currently received wisdoms
and offers non-mainstream theoretical re-
flections about method.
The opening sections chart the painful
dilemma offered by the choice of so-called
quantitative versus qualitative methods. It
is pointed out that despite surface diver-
gences, both these methodologies share the
assumption that social scientific research is
essentially about the identification of em-
pirical variables and their interrelations.
While quantitative theorists understand
those variables to be objective (in a natu-
ral-science sense), qualitative researchers
consider them to be subjectively/individ-
ually constructed – thus departing sharply
from the philosophical pro-genitors of the
qualitative approach, Husserl and Hei-
Abstract
Relations of fact or of meaning?
Methodological reflections on a research project into student motivation and self-discipline