Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 54
54
Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson
Niðurlag
Upphaf uppeldismiðaðrar smíðakennslu
á Íslandi í byrjun 19. aldar byggðist að
mestu leyti á kennurum er sótt höfðu sér
kennaramenntun í skóla Ottos Salomon í
Nääs. Kennsla þeirra tók því mið af hug-
mynda- og aðferðafræði Salomons, sem
lagði áherslu á það að hún stuðlaði að
almennum þroska nemandans. Þessir
einstaklingar höfðu einnig áhrif á þróun
kennaramenntunar í uppeldismiðaðri
smíði, svo sem Jón Þórarinsson og Matth-
ías Þórðarson. Framlag þeirra varð einnig
til þess að opna augu ráðamanna og al-
mennings fyrir uppeldislegu gildi verk-
legrar alþýðumenntunar. Greinin átti þó
erfitt uppdráttar í fyrstu vegna skorts á
menntuðum kennurum og aðstöðu og
vegna íhaldssemi ráðamanna.
Um 1920 urðu áhrif heimilisiðnaðar-
gilda yfirgnæfandi og hugsunin um
þjóðrækni og gerð íslensks handverks í
skólum. Einnig hafði gætt áhrifa frá heim-
ilisiðnaðarhreyfingum á Norðurlöndum.
Þrátt fyrir áhrif heimilisiðnaðarins á skóla-
smíðina á þessum tíma efldist hún smám
saman og varð að föstum þætti í íslenskri
alþýðumenntun. Sjónarmið heimilisiðnað-
arins lutu í lægra haldi fyrir áherslunni á
hinn almenna þroska nemandans.
Salomon gerði skýran greinarmun á
heimilisiðnaði og uppeldismiðuðu hand-
verki. Áherslur hans voru á hið mennt-
andi gildi handverksiðkunar, í stað hag-
nýtra sjónarmiða (Jón Þórarinsson, 1891;
Salomon, 1892a). Á tíma skólasmíðinnar
kemur fram gagnrýni á hið fastmótaða
kerfi Salomons, sem var fullt af endur-
tekningum og gerði ekki ráð fyrir eigin
verkefnavali nemandans. Salomon breytti
þó afstöðu sinni, nokkrum árum fyrir and-
lát sitt, og gaf nemendum aukið svigrúm
eftir að hafa lokið ákveðinni frumþjálfun.
Þegar námskrár í greininni fóru að þróast
hér á landi var síðan aukin áhersla lögð á
sjálfsákvörðunarrétt nemandans og frelsi
hans til sköpunar.
Mismunandi námskrár þróuðust fram
til dagsins í dag (Fræðslumálastjórnin,
1948; Menntamálaráðuneytið, 1960; 1977;
1989; 1999; 2007), en þó má rekja rætur
þeirra allra til hugmyndafræði frum-
kvöðla slöjdsins, sem haldið hefur velli
öll þessi ár frá því að Salomon starfrækti
skóla sinn í Nääs. Hin upprunalegu upp-
eldislegu gildi slöjdsins eru enn undir-
staða greinarinnar og markmið kennarans
hið sama; að þroska einstaklinginn og gera
hann að betri þjóðfélagsþegni.
Ljóst er að skóli Salomons mótaði upp-
hafsár uppeldismiðaðrar smíðakennslu á
Íslandi með starfi Vilhjálmínu, Matthíasar
og Láru, ásamt því að hafa áhrif á þá sem
á eftir komu. Allir hafa þessir kennarar
heillast af hugmyndafræði Salomons og
einkenndist kennsla þeirra af áræðni og
hugsjónamennsku. Þeirra ber að minnast
sem þátttakenda í mótun íslenskrar skóla-
sögu og menningar og er það einn tilgang-
ur þessarar greinar. Sigríður Magnússon
studdi Vilhjálmínu til náms, en Sigríður
var undir sterkum áhrifum frá handverks-
frömuðinum William Morris (Norman,
1996) sem var umhugað um gildi hand-
verks fyrir einstaklinginn og samfélagið.
Otto Salomon studdi einnig menntun Vil-
hjálmínu fjárhagslega og hvatti hana til
dáða, ásamt því að fylgjast með tilraun