Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 18
18
Gunnlaugur Sigurðsson og Kristján Kristjánsson
leikreglurnar, vitandi eða óafvitandi. Hver
er „regla“ eða „reglubrot“ þess sem ekki
vill læra? Paul Smeyers (2006), sem veitir
gott yfirlit um möguleika winch-ískrar
aðferðafræði í menntunarfræðum, tekur
dæmi af skilningi á því hvers vegna tán-
ingsstúlkur úr lágstétt virðist í sumum
vestrænum samfélögum beinlínis sækjast
eftir því að verða óléttar og þar með, að
því er virðist, brjóta gegn reglukerfi menn-
ingar sinnar. Félagsvísindamenn hafi hins
vegar lært að skilja það „reglubrot“ sem
„reglufylgni“ innan jaðarmenningar þar
sem það að ýta barnavagni ljái annars
marklitlu lífi merkingu og tryggi félags-
lega virðingarstöðu innan kima.
Hvað fær barn til að læra?
Fyrsta atlaga okkar að spurningunni um
merkingartengsl eða rauntengsl felst
í því að velta fyrir sér hvað fái lítil börn
yfirhöfuð til að læra. Fullkomna svarið
við þessari spurningu er því miður gagns-
laust: Það sem fær barn til að læra er það
sem fær það til að læra! Gagnslaust? Ef
til vill ekki alveg. Það segir okkur að við
munum þurfa að láta okkur nægja ófull-
komin svör við spurningunni ef við ætlum
að hafa eitthvert gagn af þeim, spurningu
sem mæður skólabarna um alla jörð spyrja
því ákafar sem meiri lærdóms er krafist af
börnunum; feður þeirra ekki minna; kenn-
arar og stjórnendur allra þeirra skóla sem
eru vettvangur sífellt lengri skólavistar
æskunnar. Spyrja vonglöð, því að þótt
fyrri svör hafi reynst ófullkomin og enn
sem fyrr sé erfitt að fá börn til að standast
þær námskröfur sem skólinn setur þeim
þá muni nýir hugsuðir með nýjum kenn-
ingum og nýjum rannsóknum í síðasta
lagi mjög bráðlega leysa gátuna. Í stuttu
máli sagt muni þekkingariðnaðurinn sem
vaxið hefur kringum þessa spurningu
endanlega komast að raun um hvernig
hægt sé að fá börn til að læra að vild okkar.
Lausnarorðið er reyndar löngu fundið,
námshvöt. Aðeins á eftir að setja það inn í
réttu töfraþuluna. Börn læri af námshvöt
og því sé ekki annað en að vekja hjá þeim
slíka hvöt og sjá til þess að hún fái útrás í
verki, í námi þeirra. Það sem upp á vantar
hefst síðan með öðru lausnarorði, sjálfsaga,
sem sömuleiðis bíður sinnar töfraþulu í
launhelgum menntavísindanna.
Bæði þessi hugtök gegna lykilhlutverki
í allri umræðu um nám og kennslu en eru
um leið vandmeðfarin og jafnvel varhuga-
verð, einkum ef þess er ekki gætt til hvers
þau taka nákvæmlega. Við skulum því at-
huga, áður en lengra er haldið, hvers við
spurðum í upphafi: „Hvað fær barn til að
læra?“ Spurningin er ögn óræð. Tekur hún
til alls þess sem veldur því að barn lærir
í reynd eða einungis til þess sem það vill
læra? Tekur hún til þess, til dæmis, sem
það lærir af því að leika sér? Barnið leikur
sér ugglaust af hvöt en trúlega fremur af
hvöt til að leika sér en hvöt til að læra og
ekki virðist það beita sig mikilli hörku til
að halda sig við efnið heldur. Sama gildir
þá um aðrar athafnir sem eru barninu þó
lærdómsríkar; þær eru ekki nauðsynlega
sprottnar af hvöt þess til að læra né knúnar
af sjálfsaga til náms. Eða hvað af því sem
barn reynist kunna á einhverju augnabliki
ævi sinnar hafði það beinlínis hvöt til að
læra eða þvingaði sig til þess? Ellegar það
sem við sjálf kunnum? Jafnvel er réttmætt
að spyrja hvort barn hafi hvöt til að læra